Hoppa yfir valmynd

Til allra sveitarstjórna varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og dóm héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 2401031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. janúar 2024 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, dagsett 9. janúar 2024, vegna óvissu sem komin er upp um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. desember 2023, þar sem sjóðnum var gert að greiða skaðabætur til Reykjavíkurborgar. Málinu verður áfrýjað, en standi niðurstaðan óbreytt mun sjóðurinn þurfa að lækka framlög til sveitarfélaga næstu árin, til að jafna stöðu sjóðsins.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með úrskurðinn og hefur áhyggjur af skertum framlögum vegna málsins. Eins hefur bæjarráð áhyggjur af hvaða áhrif málið getur haft á fyrirhugaðar breytingar á reglum sjóðsins. Mikilvægt er að halda áfram vinnu við breytt fyrirkomulag Jöfnunarsjóðs þar sem markmiðin með þeirri vinnu eru að auka jöfnuð, gegnsæi og fyrirsjáanleika í framlögum sjóðsins.