Hoppa yfir valmynd

Mjólkárlína 2 - Bíldudalsvogur.

Málsnúmer 2401085

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. febrúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur erindi frá Verkís fyrir hönd Landsnets dagsett 5.febrúar 2024 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi. Landsnet vinnur að undirbúningi framkvæmda vegna lagningar Mjólkárlínu 2 sem er nýr 66 kV strengur á milli Mjólkár og Bíldudals. Fyrirhugaður strengur er hluti af stærra verkefni við að styrkja flutningskerfið á sunnanverðum Vestfjörðum. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að auka áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er gert ráð fyrir landtökustað innan við Haganes við Bíldudalsvog. Í samráði við landeigendur hefur landtökustaðurinn verið færður um 300 m utar á Haganesi, litlu vestan við afleggjara út á nesið, sbr.meðfylgjandi teikningu. Í sjó liggur sæstrengurinn u.þ.b. 400 m austan við ankerislægi Bíldudalshafnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði leiðrétting á legu strengsins. Skipulags- og umhverfisráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21. febrúar 2024 – Bæjarstjórn

Fyrir liggur erindi frá Verkís fyrir hönd Landsnets dagsett 5.febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi. Landsnet vinnur að undirbúningi framkvæmda vegna lagningar Mjólkárlínu 2 sem er nýr 66 kV strengur á milli Mjólkár og Bíldudals. Fyrirhugaður strengur er hluti af stærra verkefni við að styrkja flutningskerfið á sunnanverðum Vestfjörðum. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að auka áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er gert ráð fyrir landtökustað innan við Haganes við Bíldudalsvog. Í samráði við landeigendur hefur landtökustaðurinn verið færður um 300 m utar á Haganesi, litlu vestan við afleggjara út á nesið, sbr.meðfylgjandi teikningu. Í sjó liggur sæstrengurinn u.þ.b. 400 m austan við ankerislægi Bíldudalshafnar.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 115. fundi sínum að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði leiðrétting á legu strengsins. Skipulags- og umhverfisráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisráðs að breytingin sé geti talist óveruleg og að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. mars 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breytingin gengur út á lagfæringu á legu Mjólkárlínu 2. Gerð er breyting á sveitarfélagsuppdrætti sem og á þéttbýlisuppdrætti fyrir Bíldudal. Gerðar eru breytingar á landtökustað við Haganes og einnig litlar tilfæringar á legu strengsins að iðnaðarsvæðinun við Hól.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 til samræmis við erindið.

Að mati skipulags- og umhverfisráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breytingin gengur út á lagfæringu á legu Mjólkárlínu 2. Gerð er breyting á sveitarfélagsuppdrætti sem og á þéttbýlisuppdrætti fyrir Bíldudal. Gerðar eru breytingar á landtökustað við Haganes og einnig litlar tilfæringar á legu strengsins að iðnaðarsvæðinun við Hól.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 til samræmis við erindið.

Að mati skipulags- og umhverfisráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og tekur undir með skipulags- og umhverfisráði að um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Samþykkt samhljóða.