Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #162

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. maí 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Hafnarsvæðið á Patreksfirði - Deiliskipulag

    Lögð var fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi vegna hafnarsvæðisins á Patreksfirði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði send til umsagnaraðila og auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010

      Málsnúmer 1009078 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um að klæða íbúðarhús að Haukabergi með bárujárni

      Erindi frá Erlu Einarsdóttir kt:030243-3909. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir klæðningu á Haukabergi á Barðaströnd landnúmer vantar. Erindinu fylgir riss og lýsing. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið.

        Málsnúmer 1205028

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal

        Erindi frá Vesturbyggð, lýsing á skipulagsverkefni og matslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis á Bíldudal. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og matslýsinguna óbreyttar að undangengnu hættumati vegna ofanflóða.

          Málsnúmer 1203018 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Klif - Deiliskipulag

          Breyting á deiliskipulagi vegna snjóflóðavörnum ofan Klifs á Patreksfirði tekinn fyrir. Málinu frestað

            Málsnúmer 1109019 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Kambur lyftuhús umsókn um byggingarleyfi

            Önnur umræða. Umsókn um byggingarleyfi frá Fasteignum Vesturbyggðar fyrir lyftuhús við Aðalstræti 4 lnr. 170488 , Patreksfirði. Lyftuhúsinu er ætlað að koma að vesturgafl hússins. Lyftuhúsinu fylgir anddyri með aðgengi frá stigapalli. Framkvæmdin fellur inn í upprunalegar teikningar af þjónustumiðstöð. Umsókninni fylgja snið og grunmynd gerða af Helga Samúelssyni hönnuði hjá Hús og Ráðgjöf. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.

              Málsnúmer 1110030

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um byggingarleyfi þurkhús Hafnarteigur 4

              Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu. Erindinu fylgja teikningar af fyrirhuguðu þurrkhúsi. Skipulags og byggingarnefnd bendir á að frárennslislögn frá bæjarfélaginu liggur undir fyrirhugaðri byggingu. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um nánari hönnunargögn, fullnægjandi brunahönnun og staðfest deiliskipulag liggi fyrir. Einnig að frárennslislögnin verði færð niður í brunn í Strandgötu.

                Málsnúmer 1203092

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi Stekkar 23 stoðveggur.

                Erindi frá Ásdísi Ásgeirsdóttur umsókn um byggingu stoðvegs við lóðamörk Stekka 23 og Stekka 23a. Erindinu fylgja teikningar gerða af arkitektastofunni Gingi. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki eiganda aðliggjandi lóðar Stekkum 23a.

                  Málsnúmer 1205058

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30