Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #163

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. maí 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Götukanntur við Vélsmiðjuna Loga - ósk um kannt.

    Erindi frá Barða Sæmundsyni fyrir hönd Loga ehf. kennitala vantar. Í erindinu óskar Barði eftir úrbótum við lóðamörk vélsmiðjunnar Logi ehf. Aðalstræti 112 og við Aðalstræti. Erindinu fylgir afstöðumynd með lýsingu á mögulegum úrbótum sem fela í sér að leggja kant meðfram hluta Aðalstrætisins og veita vatnselg um ræsi til að forða aurburði inn á plan fyrirtækisins. Skipulags ?og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að gera kostnaðaráætlun og kynna fyrir bæjarstjórn.

      Málsnúmer 1205077

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir snjóflóðavörnum á Patreksfirði

      Með vísan til 27. gr. laga. nr. 173/1997 skipulags og byggingarlaga, sækir Vesturbyggð um framkvæmdaleyfi til gerðar þvergarðs til varnar ofanflóðum og grjóthruni ofan byggðar á svæði milli Vatnseyrar og Geirseyrargils á Patreksfirði. Í samræmi við ákvæði reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats. Skipulags ?og byggingarnefnd bindur veitingu Framkvæmdaleyfisins skilyrðum, sem snúa að framkvæmd, tilhögun framkvæmda, mótvægisaðgerðum og vöktun. Nefndin leggur áherslu á að rask á umhverfi og starfsemi í kring verði sem minnst á byggingartímanum og tekið verði tillit til athugasemda sem fram komu frá íbúum á fundi með Ofanflóðasjóði þann 10 maí sl. Skipulags ?og byggingarnefnd Vesturbyggðar óskar eftir að gerð verði úttekt af óháðum aðila á ástandi mannvirkja í kring áður en garðurinn verði byggður og aftur að framkvæmdum loknum. Skilmálar með framkvæmdaleyfi í tengslum við skipulagsáætlanir Vesturbyggðar eru: Þar sem hluti núverandi skógræktar á svæðinu verður fjarlægð vegna framkvæmdar þá skal planta einu tré annars staðar innan svæðisins fyrir hvert tré sem fellt verður. Áður en framkvæmdaleyfi verður veitt skal hæðarmæla botnplötur allra húsa sem standa næst varnargarðinum og hallamálsmæla útveggi húsa. Við lokaúttekt verksins skal framkvæma samskonar mælingar. Í allt að sex ár eftir lokaúttekt mun Vesturbyggð framkvæma mælingar annað hvert ár. Jafnframt skulu framkvæmdar til samanburðar, mælingar á nokkrum húsum, sem einnig standa í brekkunni, en verða ekki fyrir áhrifum vegna framkvæmdanna. Einnig mælir nefndin með eftirfarandi skilmálum um sérstakt verklag í framkvæmdaleyfið: Að framkvæmdatími ofan grunnskóla verði aðallega yfir sumarmánuðina þegar starfsemi grunnskóla liggur niðri og lengja hann umfram sumarið í samráði við skólastjórnendur og bæjaryfirvöld, eins og nauðsyn krefur. Lögð verður áhersla á að verktaki gæti þess vel að raska hvergi landi utan framkvæmdasvæðisins, auk svæðis fyrir vinnubúðir. Öll umferð vegavinnutækja verður bönnuð utan framkvæmdasvæðisins. Öll tilhögun við efnistöku og vinnslu verður í samráði við landeigendur og Umhverfisstofnun. Frágangur á efnistökusvæðum verður samkvæmt verklagsreglum í ritinu Námur ? Efnistaka og frágangur. Framkvæmdaraðilar áforma að hanna svæðið í fullu samráði við Fornleifavernd ríkisins. Framkvæmdirnar munu hinsvegar skemma þrjár minjar sem staðsettar eru fyrir ofan Spítalann á Patreksfirði. Tvær rústir og einn garð.[18.17,19]. Nokkuð af svæðinu er hulið þykkum og torfærum skógi og hugsanlega gætu minjar leynst þar einnig skal bent á að minjar eru oft ekki sýnilegar á yfirborði, ef minjar koma fram við framkvæmdir skal umsvifalaust stöðva framkvæmdir og hafa samband við Fornleifavernd ríkisins. Að öðru leyti samþykkir nefndin veitingu framkvæmdaleyfisins.

        Málsnúmer 1205099 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag frístundabyggðar í vesturbotni

        Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni vegna deiliskipulags við Vesturbotn í Patreksfirði. Gerðar voru nokkrar orðalagsbreytingar við lýsinguna og hún leiðrétt. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

          Málsnúmer 1205105 7

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Frístundabyggð á Bíldudal - deiliskipulag

          Byggingarfulltrúi leggur fram deiliskipulag frístundabyggðar við Tagl á Bíldudal. Deiliskipulagið var staðfest í b-deild stjórnartíðinda 5. September 2011. Skipulags ?og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að láta setja út lóðir og auglýsa þær til leigu.

            Málsnúmer 0912021

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. ÚUA vegna kæru á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bd.

            Kæra til úrskurðarnefndar umhverfs -og auðlindamála lögð fram til kynningar Þann 4. Maí sl. barst byggingarfulltrúa kæra til úrskurðarnefndar umhverfs -og auðlindamála frá Óttari Yngvarssyni f.h Rækjuvers ehf. á Bíldul og lögmannstofu Réttar f.h íbúa við Tjarnabraut 10 á Bíldudal. Kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Hafnarteigs 4, á Bíldudal. Byggingarfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndarinnar með bréfi og þeim gögnum sem málinu fylgja.

              Málsnúmer 1205045

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Upplýsingagjöf byggingafulltrúa

                Málsnúmer 1111095 6

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30