Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #164

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, 6. júlí 2012 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Forföll boðaði Ingimundur Andresson í hans stað kom Erlendur Kristjánsson. Guðrún Eggertsdóttir varaformaður setti fundinn.

    Almenn erindi

    1. Klif deiliskipulagsbreyting

    Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði. Breytingin felur í sér að bætt er inn slóða austan deiliskipulagssvæðisins þar sem fyrirhugað er að koma fyrir aðkomu að svæðinu á framkvæmdatíma snjóflóðavarnanna. Gert er ráð fyrir að komið verði fyrir ræsi þar sem slóðinn mun þvera lækjarfarveg austast á svæðinu. Slóðinn mun að framkvæmdum loknum nýtast sem útivistarstígur. Deiliskipulagsmörk stækka umhverfis stíginn. Stígurinn nær austan við Sigtún, fyrir ofan Sigtún, ofan við bæinn og að varnarmannvirkjunum. Einnig verður stígurinn ofan Stekka færður m.t.t. endanlegra hönnunargagna og færður út fyrir lóðarmörk Stekka 23A og einnig til að minnka enn frekar rask á minjum sem eru á svæðinu. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 með viðeigandi lagagreinum að undangengnu mati Skipulagsstofnunar um hvor óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða.

      Málsnúmer 1207004 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umhverfisstofnun uppsetning fræðsluskilta við Surtarbrandsgil á Barðaströnd

      Erindi frá Umhverfisstofnun. Í erindinu óskar Umhverfisstofnun eftir því að setja upp upplýsingarskilti um Surtarbrandsgil og er áætluð staðsetning á stöplum við Flakkarann á Brjánslæk, við girðingu í Surtarbrandsgili og eitt til viðbótar á leiðinni að Surtarbrandsgili. Á skiltunum verða m.a upplýsingar um ferðir með landverði um svæðið. Erindinu fylgja teikningar. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og með fyrirvara um leyfilandeigenda.

        Málsnúmer 1204059

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi Skápadalur 2

        Umsókn um byggingarleyfi frá Hafþóri Jónssyni kt. 221267-4279. Erindinu fylgja drög af teikningum gerðar af verkfræðistofunni Mannvit. Um er að ræða 26 m2 frístundahús úr timbri. Húsinu er ætlað að standa á sama stað og eldra hús var eða um 250 m frá botni Skápadals í austur. Húsinu er ætluð lóð úr landi með númer 139925. Skipulag ?og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og leyfi landeigandi.

          Málsnúmer 1207012

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar Krossholt/langholt

          Tekin fyrir leiðrétt skipulagslýsing m.t.t til athugasemda Skipulagsstofnunar fyrir aðalskipulagsbreytingu Krossholt/Langholt gerðar voru orðalagsbreytingar. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir lýsinguna til auglýsingar skv.30 gr. skipulagslaga nr123/2010 og hún send hluteigandi aðilum.

            Málsnúmer 1203094 7

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Aðalskipulagsbreyting iðnaðarsvæði á Bíldudal

            Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar iðnaða- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Gerðar voru orðalagsbreytingar. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að leita umsagnar um hana og auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Á síðasta fundi var tekin fyrir deiliskipulaglýsing vegna sama máls og því frestað. Bent er á að sú deiliskipulagslýsing er óþörf þar sem aðalskipulagsbreytingin mun taka á þeim þáttum skipulagsverkefnisins sem annars væru í deiliskipulagslýsingunni.

              Málsnúmer 1207002 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal

              Drög að deiliskipulagstillögu er varðar iðnaða- og hesthúsasvæði á Bíldudal tekin fyrir og rædd málinu frestað

                Málsnúmer 1203018 6

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsók um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi í landi Haukabergs

                Tekin er fyrir umsókn Opus lögmanna f.h. Haraldar Einarssonar, frá 13. júní s.l., um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi hans á þinglýstri leigulóð hans í landi Haukabergs á Barðaströnd. Með umsókninni fylgdi ljósrit af þinglýstum lóðarleigusamningi og ljósrit af úttektarmiða frá 8. september 2008 frá byggingarfulltrúanum í Hafnarfirði á sumarhúsi.Í grein 2.6.1 í byggingareglugerð nr. 112/2012 er fjallað um umsóknir um svokallað stöðuleyfi fyrir ákveðna lausafjármuni sem ætlað er standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Í greininni kemur fram að átt er við eftirtalda lausafjármuni:
                a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
                b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
                Skipulags- og byggingarnefnd telur að það hús sem umsækjandi hefur sett niður á jörðinni án leyfis byggingaryfirvalda falli ekki undir skilgreiningu þeirra lausafjármuna sem tilgreindir í grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Umsókn um umbeðið stöðuleyfi er því hafnað.

                  Málsnúmer 1206048

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Erindi frá Opus lögmenn deiliskipulag í Haukabergi

                  Tekið fyrir erindi frá Opus lögmönnum f.h. Haraldar Einarssonar, frá 20. júní s.l., þar sem skorað er á Vesturbyggð að láta fara fram deiliskipulag á landinu Haukabergi, landnúmer 139807, sem taki mið af lóðarleigusamningi Haraldar Einarssonar, frá 10. maí 2008.
                  Skipulags -og byggingarnefnd bendir á að samkv. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 123/2010 ber viðkomandi sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. sömu laga getur landeigandi eða framkvæmdaaðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. Með hliðsjón af fyrrgreindum lagaákvæðum telur skipulags- og byggingarnefnd eðlilegt að eigi að ráðast í að deiliskipuleggja hluta lands Haukabergs þó verði slíkt ekki gert nema í samráði og samvinnu við eigendur jarðarinnar Haukabergs. Afstaða eigenda Haukabergs til deiliskipulags á jörðinni liggur hins vegar ekki fyrir. Þá ítrekar skipulags- og byggingarnefnd að deiliskipulag þarf ætíð að vera í samræmi við gildandi aðalskipulag hverju sinni.
                  Þar sem ekki liggur fyrir afstaða eigenda jarðarinnar Haukabergs til erindis Haraldar Einarssonar um að ráðist verði í deiliskipulag á svæðinu er afgreiðslu erindis frestað meðan kannað er með afstöðu eigenda jarðarinnar Haukabergs til framkomins erindis um að svæðið verði deiliskipulagt.

                    Málsnúmer 1207015 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umsókn um bygginarleyfi endurnýjun á klæðningu. Grænibakki 7, Bíldudal

                    Erindi frá Jón Brands Theódórs kt: 310848-2449. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi til að klæða hús sitt að Grænabakka 7, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar gerða af Ráðbarði. Skipulags -og bygginarnefnd samþykkir erindið.

                      Málsnúmer 1207016

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00