Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #168

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. október 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Fjarðarlax svæði fyrir fóðurstöð utan við Þúfneyri

    Erindi frá Fjarðarlax kt. 6411091770. Í erindinu óskar Fjarðarlax eftir lóð utan við Þúfneyri á Patreksfirði undir fóðurstöð. Erindinu fylgja afstöðumyndir og lýsing unnar af arkitektastofunni Gingi. Skipulags -og byggingarnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir deiliskipulagi af svæðinu.

      Málsnúmer 1205070 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi Brunnar 8.

      GE vék af fundi undir þessum lið. Erindi frá Guðrúni Eggertsdóttir kt. 130176-5189. Erindið er breyting á fyrra byggingarleyfi. Breytingin felur í sér lengingu á sperruendum í þaki og klæðningu á útveggjum með liggjandi bárujárni. Erindinu fylgja teikningar unnar af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 og Runólfi Þ. Sigurðssyni kt. 090157-2489. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið.

        Málsnúmer 1209016 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Klif deiliskipulagsbreyting

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnargarð neðan Klifs á Patreksfirði 22. febrúar 2012. Tillagan, sem sett var fram á uppdrætti dags. 7. febrúar 2012 var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga, frá 16. ágúst til 20. október sl. Athugasemd barst frá Jóhönnu Gísladóttir Hjöllum 20, Patreksfirði. í erindi Jóhönnu mótmælir hún því að skipulagsreiturinn nái yfir eignaland hennar að Stekkum 23A landnúmer 140191. M.t.t athugasemdar Jóhönnu Gísladóttur hefur skipulagsreitur verið færður út fyrir lóðamörk við Stekka 23A. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir skipulagsbreytinguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010 að undangengnu samþykki bæjarstjórnar.

          Málsnúmer 1207004 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fjaðarlax umsókn um byggingarleyfi á Hlaðseyri.

          Erindi frá Fjarðarlax kt. 6411091770. Í erindinu óskar Fjarðarlax eftir byggingarleyfi til að klæða gáma fyrirtækisins á Hlaðseyri. Erindinu fylgja teikningar unnar af arkitektastofunni Gingi. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfisins en bendir jafnframt á að umræddir gámar eru einungis á stöðuleyfi til Júní 2013 á meðan unnið er að skipulagsmálum

            Málsnúmer 1210032

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Undirskriftalisti frá íbúum Lönguhlíðar

            Erindi frá íbúum Lönguhlíðar á Bíldudal. Í erindinu óska íbúarnir eftir því að veghluti milli Lönguhlíðar 20 og 22 verði opnaður á ný. Götunni virðist hafa verið lokað í kjölfar framkvæmda við varnarmannvirki á svæðinu þrátt fyrir að vera inn á deiliskipulagi frá 2008 sem var m.a unnið vegna ofanflóðavarna. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir að veghlutinn verði opnaður að ný. Byggingarfulltrúa falið að setja sig í samband við Ofanflóðasjóð vegna lokafrágangs á veginum.

              Málsnúmer 1209049 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum, þéttbýla - og iðnaðarsv. Bld.

              Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni um breytingu á aðalskipulagi er varðar laxeldi, urðun á Patreksfirði, breytta landnotkun í fjallshlíðum ofan Patreksfjarðar og Bíldudals lögð fram til kynningar. Einnig verður fjallað um nánasta umhverfi Aðalstrætis 100 á Patreksfirði ásamt iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Gerðar voru orðalagsbreytingar. Málinu frestað.

                Málsnúmer 1208019 8

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi klæðning Hjallar 18

                Erindi frá Smára Bent Jóhannssyni. Í erindinu óskar Smári Bent eftir byggingarleyfi fyrir klæðningu á húseign sinni að Hjöllum 18, Patreksfirði landnr: 140093. Erindinu fylgja teikningar unnar af Berki kt. 060872-4229. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið.

                  Málsnúmer 1210070

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00