Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #171

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. nóvember 2012 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsv. Bíldudal.

    Skipulagstillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsvæðis á Bíldudal tekin fyrir. Undirskriftalisti frá íbúum á Patreksfirði með athugasemdum barst vegna skipulagslýsingarinnar fyrir fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytingu. Efni athugsemdanna beinast að þeim hluta lýsingarinnar sem fjallar um urðunarsvæðið og eru mótmæli þess að endurvekja eigi upp gamla sorphauga og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Einnig er bent á stöðuleika urðunarstaðarins sé ábótavant. Skipulags -og byggingarnefnd fagnar þeim mikla áhuga sem beinist að málefninu og bendir á að með skipulagsaðgerðunum sé m.a verið að vinna bug á þeim vandamamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Hinsvegar eru athugasemdirnar efnislega þess eðlis að þær ættu að beinast að aðalskipulagsbreytingunni sjálfri og deiliskipulagi urðunarstaðarins sem henni fylgir. Athugsemdirnar verða hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnuna. Athugasemdirnar verða svo teknar til málsmeðferðar þegar fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar og nýtt deiliskipulag vegna urðunarstaðarins verður tekið fyrir. Skipulags -og byggingarnefnd ákveður að halda kynningarfund fyrir íbúa á svæðinu vegna aðalskipulagsbreytinga komandi föstudaginn 7. desember kl. 18:00. Byggingarfulltrúa falið að skipuleggja og auglýsa fundina.

      Málsnúmer 1208019 8

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag Dufansdal Efri land 2

      Vegna formgalla er deiliskipulag vegna Dufansdal Efra land II frá árinu 2010 með síðari tíma breytingum ógild. Nefndin tekur fyrir nýja deiliskipulagstillögu af Dufansdal Efra land II unna af Magnúsi Halldórssyni kt. 010455-3409. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Málsnúmer 0809063 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag Kirkjuhvammi á Rauðasandi

        Vegna formgalla er deiliskipulag vegna Kirkjuhvammi á Rauðasandi með síðari tíma breytingum ógild. Nefndin tekur fyrir nýja deiliskipulagstillögu af Kirkjuhvammi á Rauðasandi unna af Studio Granda . Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

          Málsnúmer 1211072 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð , Patreksfirði

          Deiliskipulagstillaga og matslýsing vegna urðunarsvæðisins í Vatneyrarhlíðum. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir matsskýrsluna og felur byggingarfulltrúa að senda Skipulagsstofnun hana til umsagnar. Deiliskipulagstillögunni frestað.

            Málsnúmer 1210087 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrenni, Patreksfirði

            Deiliskipulagstillaga vegna Aðalstrætis 100 og nágrenni tekið fyrir tekið fyrir, gerðar voru efnis -og orðlagsbreytingar og lagt til að deiliskipulagsreitur verði minnkaður. Skipulags -og byggingarnefnd óskar eftir að fá arkitekta skipulagsins á fund nefndarinnar og með íbúum. Málinu frestað.

              Málsnúmer 1210088 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Kalkþörungaverksmiðja umsókn um byggingaleyfi, nýtt þurrkhús.

              Erindi frá Íslenska kalkþörungafélaginu tekið fyrir. Í erindinu eru lagðar fram endurnýjaðar byggingarnefndateikningar vegna fyrri umsóknar. Teikningar eru unnar af Fjölsvið i ehf. Skipulags -og byggingarnefnd bendir á að skipulagsvinna stendur yfir, málinu frestað.

                Málsnúmer 1102037

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði

                Deiliskipulagstillaga vegna Hlaðseyri og nágrenni tekin fyrir. Á uppdrætti koma fram byggingarskilmálar og fyrirhuguð lóðamörk við Hlaðseyri, Patreksfirði. Málinu frestað.

                  Málsnúmer 1211083 5

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Orkubú Vestfjarða umsókn um lóð, Hafnarteigur á Bíldudal.

                  Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf.. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð fyrirtækisins við Hafnarteig á Bíldudal. Skipulags -og byggingarnefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi aðalskipulags.

                    Málsnúmer 1211081 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00