Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #174

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. janúar 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Orkubú Vestfjarða umsókn um lóð, Hafnarteigur á Bíldudal.

    Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir lóð og byggingarleyfi fyrir nýrri aðveitustöð við núverandi rafstöðvarhús að Hafnarteig á Bíldudal. Einnig er sótt um lagnaleið að byggingunni. Erindinu fylgir afstöðumynd. Haldinn var símafundur með forsvarsmönnum Orkubúsins Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar . Byggingarfulltrúa falið að vinna grenndarkynningu.

      Málsnúmer 1211081 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar Krossholt/langholt

      Tillagan þ.e uppdráttur með greinargerð dagsett 12.11 2012 var auglýst skv. 31. gr. laga nr.123/2010 með athugasemdafrest frá 21. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Unnin var skipulagslýsing vegna breytingarinnar og fékk hún meðferð skv. 30. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir við tillöguna bárust frá Fiskistofu þar sem stofnunin áréttar að fjarlægð milli byggingum og fiskveiðiám skal vera a.m.k 100 metrar og að gætt sé að frárennslismálum. Athugasemd barst frá Ólafi H. Magnússyni. Skórægt ríkisins og umhverfisstofnun gerðu ekki athugasemdir. Íbúafundur var haldinn 12. september og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Tillögunni var breytt í samræmi við athugasemdir áður en hún var auglýst. Tillagan, athugasemdir og umsagnir voru tekin fyrir og rædd. Byggingarfulltrúa falið að taka saman minnispunkta í samræmi við umræður sem sköpuðust á fundinum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

        Málsnúmer 1203094 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag vegna ofanflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. Nóvember 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ofanflóðavarnir neðan Klifs á Patreksfirði. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Frestur til að skila inn athugasemdum er var til til 9. janúar 2013. Umsagnir bárust frá umsagnaraðilum þegar tillagan var auglýst í fyrstu lotu. Athugasemdir bárust frá íbúa við Urðargötu á Patreksfirði. Athugasemdirnar beinast að stíg sem ætlaður er ofan við Patreksfjörð. Einnig bendir hann á atriði varðandi umfang framkvæmdarinnar. Skipulags -og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa er falið að svara athugasemdunum í samræmi við umræður á fundinum. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

          Málsnúmer 1109019 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag Krossholt Langholt

          Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Krossholt/Langholt, greinargerð dags. 25.9.2012 og uppdráttur dags. 25.9.2012. Íbúafundur var haldinn 12. september og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Tillögunni var breytt í samræmi við athugasemdir áður en hún var auglýst. athugasemdir bárust einnig frá fornleyfavernd, Unnari Þór Böðvarssyni, Skórækt ríkisins, fiskistofu, heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Vegagerðinni, húsafriðun, umhverfisstofnun og Ólafi H. Magnússyni Tillagan, athugasemdir og umsagnir voru tekin fyrir og rædd. Byggingarfulltrúa falið að taka saman minnispunkta í samræmi við umræður sem sköpuðust á fundinum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

            Málsnúmer 1110041 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um lóð Frambær í Dufansdal

            Erindi frá Brynhildi Halldórsdóttir kt. 120952-4693 og Guðrúni Halldórsdóttir kt. 231249-3469. Í erindinu er óskað eftir stofnun 15.200 m2 lóðar sem mun bera nafnið Frambær úr landi 216110. Erindinu fylgir f-550 eyðublað frá þjóðskrá og lóðablað merkt verknúmeri 216110. Teiknað af Magnúsi Halldórssyni kt. 0104553409 dagsett 23.10.2012. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að skrá lóðina.

              Málsnúmer 1212039

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Nýtt deiliskipulag Hafnarsvæði á Bíldudal 2012/2013

              Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga af hafnarsvæðinu á Bíldudal. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 17. október 2012 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu af hafnarsvæðinu á Bíldudal. Tillagan var til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, Skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði og skrifstofu Skipulagsstofnunar Laugavegi 166 á skrifstofutíma frá og með miðvikudeginum 24. október 2012 til og með 7. desember 2012. Ein athugasemd barst við kynningu tillögunnar frá Herði Einarssyni hrl. hönd Rækjuvers ehf. Í athugasemdinni koma fram athugasemdir sem lúta að umhverfisskýrslu, mati á umhverfisáhrifum, rykmengun, stækkun lóðar við Hafnarteig 4 og samkeppnissjónarmiða. Einnig lögð fram umsögn Björns Jóhannessonar hrl. f.h. Vesturbyggðar um athugsemdir Rækjuvers.

              Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. er lagt til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með eftirfarandi breytingum sbr. framlagðan skipulagsuppdrátt og fylgiskjöl:

              Mörk lóðarinnar að Strandgötu 10-12 gerðar skýrari, sett inn ákvæði um hámarkshæð hæð skorsteins og hreinsibúnaðar á nýju þurrkarahúsi að Hafnarteigi 4. Í umhverfisskýrslu var bætt við umhverfismarkmiðum og vöktunarákvæðum til að koma til móts við athugasemdir um áhyggjur af mengun frá starfseminni þar.

              Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga er að öllu leyti í samræmi við gildandi aðalskipulag fyrir Bíldudal en samkvæmt 3. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal við gerð deiliskipulags byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reit. Ekki verður séð að um matsskyldar framkvæmdir sé að ræða samkvæmt III. kafla laga nr. 106/2000 og hefur Skipulagsstofnun einnig metið það með sama hætt, þ.e. að ekki sé þörf á að meta umhverfisáhrif þeirra breytinga sem felast í deiliskipulagstillögunni. Varðandi rykmengun er bent á að í starfsleyfi Íslenska kalkþörungaverksmiðjunnar ehf. frá 13. júlí 2006 eru mjög ítarleg ákvæði um varnir gegn mengun frá verksmiðju félagsins og það sé Umhverfisstofnun, sem gaf út starfsleyfi verksmiðjunnar sem hefur eftirlit með mengunarvörnum og að ákvæðum laga, reglugerða og fyrrgreinds starfsleyfis sé fylgt. Umhverfisstofnun hefur fengið fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til umsagnar og bent á að tryggt skuli að nýjar byggingar á svæðinu hafi ekki áhrif á útblástur ryks frá fyrirliggjandi strompi og að strompur á nýju þurrkhúsi verði vel staðsettur og ekkert nærliggjandi hafi áhrif á útblástur. Varðandi stækkun lóðar og samkeppnissjónarmið er bent á að ástæður þessarar stækkunar á athafnasvæði félagsins má fyrst og fremst rekja til áforma félagsins um byggingu nýs þurrkarahúss, forþurrkunar á hráefni og mötunar á hráefni til þurrkara. Breytingin miðast við að verksmiðjan fullnýti starfleyfi sitt og í ljósi þess er talið nauðsynlegt að stækka athafnasvæði félagsins í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Skipulags? og byggingarnefnd telur sig hafa gætt jafnræðis við lóðaúthlutanir í sveitarfélaginu. Því er alfarið hafnað að með deiliskipulagstillögunni eða meðferð hennar sé á einhvern hátt brotið gegn meginreglum stjórnsýslulaga eða góðum stjórnsýsluháttum.

              Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að Íslenska Kalkþörungafélagið geri grein fyrir því hvernig spornað verði við foki vegna aukningar uppsáturs efnis á fyrirhugaðri landfyllingu og að vöktun á hávaðamengun á nærliggjandi lóðum fari jafnan fram.
              Að öðru leyti vísar nefndin til stuðnings til umsagnar Björns Jóhannessonar hrl. og gerir umsögn hans að sinni. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

                Málsnúmer 1210033 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00