Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #176

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. mars 2013 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsv. Bíldudal.

    Sveitastjórn samþykkti á fundi þann 10. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal og Aðalstrætis 100 og nágrenni. Skipulagstillögunni fylgdi umhverfisskýrsla.
    Tillagan var auglýst frá 1. Janúar 2013 með athugasemdarfrest til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Skórækt Ríkisins, fornleifavermd ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Fiskistofu. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Í bréfinu er því mótmælt að endurvekja eigi gamla sorphauga á svæðinu með tilheyrandi mengun og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Vitnað var í reglugerð um urðun úrgangs 783/2003 og eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar frá 4.9.2012. Í bréfinu og eftirlitsskýrslunni eru þessi atriði reifuð og einnig bent á að stöðugleika urðunarstaðarins sé ábótavant.
    Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áhuga sem beinast að málefninu og bendir á að með breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið er m.a. verið að taka á þeim vandamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Nefndin bendir á að með skilgreiningu núverandi urðunarstaðs er ekki verið að endurvekja fyrirkomulag sorpurðunar í Vatneyrahlíðum þegar almennt heimilissorp var urðað í hlíðinni, heldur er verið að tryggja framlengingu á starfsleyfi staðarins til urðunar á óvirkum úrgangi eins og honum er lýst í reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs sem er m.a steypa, flísar og keramik, jarðvegur, steinar, múrsteinar og úrgangur frá glertrefjaefnum.
    Fyrirkomulagi urðunar verði þannig háttað að stöðugleki svæðisins verður bættur og að svæðinu verði lokað fyrir urðun að því loknu. Nánari skilyrði um fegrun svæðisins og lokun þess eru að finna í deiliskipulagstillögu af svæðinu sem var auglýst með aðalskipulagsbreytingunni.
    Nefndin áréttar að svæðinu verði lokað að loknum framkvæmdum og var sett inn ákvæði í aðalskipulagið um að urðunarstaðurinn sé víkjandi. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræður sköpuðust á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara öllum þeim sem gerðu athugasemdir með bókun nefndarinnar og árétta að svæðinu verður lokað eftir að bætt hefur verið úr stöðugleika og gengið verði um svæðið þannig að það trufli íbúa í nágrenni sem minnst með því að vökva vegi á þurrkatímum og takmarka umferð um svæðið. Að öðru leyti samþykkir nefndin tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010.

      Málsnúmer 1208019 8

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiskálum í Breiðavík

      Erindi frá Keran Stueland kt. 180766-4999 og Birnu Mjöll Atladóttur kt. 100760-3129. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir gistiaðstöðu fyrir starfsmenn Breiðavíkur. Erindinu fylgja teikningar unnar af Berki Þór Ottóssyni kt. 060872-4229. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að vinna að deiliskipulagi af svæðinu stendur yfir og vísar erindinu til vinnuhóps skipulagstillögunnar.

        Málsnúmer 1303009

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um lóð Vatnskrókur 14

        Erindi frá Þorbirni Guðmundssyni kt. 160382-4819. Í erindinu sækir Þorbjörn um lóð undir Vatnskrók 14 á Patreksfirði fyrir 22 m2 geymsluskúr með matshlutanúmer 050101. Erindinu fylgir Lóðablað. Anna Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til hafnarstjórnar.

          Málsnúmer 1302066 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn Dalbraut 14 Bd. beiðni um rekstrarleyfi

          Erindi frá Sýslumanninum á Patreksfirði. Erindinu fylgir ósk um umsökn vegna umsóknar Þuríðar Hjálmtýsdóttir kt. 030354-2309 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II í húsnæði að Dalbraut 14, Bíldudal. Erindinu fylgir riss. Skipulags-og byggingarnefnd tekur vel í erindið erindið en telur rissið sem fylgir umsókninni ófullnægjandi og hafnar nefndin því erindinu.

            Málsnúmer 1212053 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrenni, Patreksfirði

            Þann 10. desember 2012 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 100 og nágrenni. Í deiliskipulagstillögunni kemur fram að sláturhúsinu við Aðalstræti 100 verði breytt í hótel og hættumatslinur færðar með tilkomu ofanflóðamannvirkja við Litladalsá. Einnig er skipulagi tjaldsvæðisins við félagsheimili Patreksfjarðar og tengingu þess við fyrirhugað hótel gerð góð skil. Tillagan var auglýst frá 1.Janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Veðurstofu, Umhverfisstofnun, heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Vegagerðinni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv.42. gr. skipulagslaga nr 123/2010.

              Málsnúmer 1210088 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag Dufansdal Efri land 2

              Þann 10. desember 2012 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar í Dufansdal Efri land 2. Vegna formgalla er áður auglýst tillaga sem staðfest var í b-deild þann 22.09.2011 ógild. Ekki þótti tilefni til þess að senda tillöguna umsagnaraðilum á nýjan leik. Tillagan var auglýst frá 1.Janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv.42. gr. skipulagslaga nr 123/2010

                Málsnúmer 0809063 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Deiliskipulag Kirkjuhvammi á Rauðasandi

                Þann 10. desember 2012 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna Kirkjuhvamms á Rauðasandi. Vegna formgalla er áður auglýst tillaga sem staðfest var í b-deild þann 19.08.2011 ógild. Ekki þótti tilefni til þess að senda tillöguna umsagnaraðilum á nýjan leik. Tillagan var auglýst frá 1.Janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv.42. gr. skipulagslaga nr 123/2010

                  Málsnúmer 1211072 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Deiliskipulag urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð , Patreksfirði

                  Þann 10. desember 2012 samþykkt bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíðum á Patreksfirði. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofunni. Búð er að verða við umsögnum umsagnaraðila nema Umhverfisstofnunar. Tillagan var auglýst frá 1.Janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust. Hins vegar við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Í bréfinu er því mótmælt að endurvekja eigi gamla sorphauga á svæðinu með tilheyrandi mengun og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Vitnað var í reglugerð um urðun úrgangs 783/2003 og eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar frá 4.9.2012. Í bréfinu og eftirlitsskýrslu eru þessi atriði reifuð og einnig bent á að stöðuleigka urðunarstaðarins sé ábótavant.
                  Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áhuga sem beinist að málefninu og bendir á að með breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir svæðið er m.a. verið að taka á þeim vandamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Nefndin bendir á að með skilgreiningu núverandi urðunarstaðar er ekki verið að endurvekja fyrirkomulag sorpurðunar í Vatneyrahlíðum eins og þegar almennt heimilissorp var urðað í hlíðinni, heldur er verið að tryggja framlengingu á starfsleyfi staðarins til urðunar á óvirkum úrgangi eins og honum er lýst í reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs sem er m.a steypa, flísar og keramik, jarðvegur, steinar, múrsteinar og úrgangur frá glertrefjaefnum.
                  Fyrirkomulagi urðunar verði þannig háttað að stöðugleiki svæðisins verði bættur og að svæðinu verði lokað fyrir urðun að því loknu. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræður sköpuðust á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara öllum þeim sem gerðu athugasemdir með bókun nefndarinnar og árétta að svæðinu verði lokað eftir að bætt hefur verið úr stöðugleika og gengið verði um svæðið þannig að það trufli íbúa í nágrenni sem minnst með því að vökva vegi á þurrkatímum og takmarka umferð um svæðið. Að öðru leyti frestar nefndin afgreiðslu deiliskipulagsins og felur byggingarfulltrúa að óska eftir fundi við Umhverfisstofnun til þess að fara yfir á hvaða hátt er hægt að verða við umsögnum stofnunarinnar.

                    Málsnúmer 1210087 5

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, hafnarsvæðið á Bíldudal.

                    Erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h Arnarlax ehf. kt. 580310-0600 í erindinu er óskað eftir því að deiliskipulag vegna iðnaðarsvæðis á Bíldudalshöfn og Hafnarteigs 4 á Bíldudal sem samþykkt var í b-deild stjórnartíðinda þann 27.2.2013 verði opnað og hugmyndir félagsins um uppbyggingu teknar inn í deiliskipulagið. Einnig er þess óskað að Vesturbyggð hefji vinnu við uppfyllingu á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á Bíldudal og óskar eftir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið. Málinu vísað til bæjarráðs.

                      Málsnúmer 1303048 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30