Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #178

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. júní 2013 og hófst hann kl. 08:00

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Breiðafjarðarnefnd fundargerð nr. 131

    131. fundargerð Breiðafjarðarnefndar lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1305046

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. ÍH beiðni um stækkun íþróttasvæðis við Vatneyrarvöll

      Erindi frá íþróttafélaginu Herði á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir leyfi fyrir stækkun stökk- og kastvallar á Vatneyri. Fyrirhuguð stækkun er 200 m2. skipualags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að hafa eftirlit með verkinu.

        Málsnúmer 1305043

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bifreiðastæði við Aðalstræti 31-33-og 50

        Erindi frá Önnu St. Einarsdóttir íbúa við Urðargötu á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir því að bannað verði að leggja bifreiðum við Aðalstræti 31-33 og öðru megin við Aðalstræti 49-51 vegna öryggisástæðna. Einnig lýsir Anna áhyggjum af því að ekki hafi verið staðið við skilyrði leyfisveitinga vegna Ráðagerðis við Aðalstræti 31 og Stúkuhús við Aðalstræti 50 vegna bílastæðamála.
        Skipulags -og byggingarnefnd bókaði eftirfarandi á fundi þann 19. apríl 2010 eftirfarandi:

        Erindi frá eigendum Aðalstrætis 31, Lindu Björk Árnadóttur kt. 311070-5509 og Andrew Burgess, kt. 260977-2889, umsókn um breytta notkun hússins að Aðalstræti 31, á Patreksfirði, fnr. 212-3659, úr íbúðarhúsi í hótel. Húsið er í endurbygginu og er því ekki lokið og hafa athugasemdir verið gerðar við framkvæmdina. Hótelið mun verða fyrir 16 gesti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn, frágang og bílastæði. Breyta þarf aðaluppdrætti til samræmis við breytta notkun

        Einnig bókaði nefndin á fundi sínum þann 10 febrúar 2012 eftirfarandi:

        Erindi frá Stúkuhús hf. Í erindinu er óskað eftir breytingu á fyrra byggingarleyfi fyrir framkvæmdir að Aðalstræti 50 Patreksfirði. Breytingin felur í sér breytta notkun á húsnæðinu úr íbúðarhúsi í atvinnuhúsnæði. erindinu fylgja teikningar og umsókn. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að samningur um samnýtingu bílastæða liggi fyrir.
        Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að athuga hvort skilyrðum ofangreindra leyfisveitinga hafi verið uppfyllt. Hafi það ekki verið gert skal byggingarfulltrúi krefjast úrbóta.
        Einnig felur nefndin byggingarfulltrúa að kanna í samráði lögregluyfirvöld möguleika á því að stöðvun bifreiða verið bönnuð á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum.

          Málsnúmer 1305006

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um færanlegan vinnuskúr við Dalbraut 9, Bíldudal

          Erindi frá Hauki Má Kristinssyni, kennitölu vantar. Í erindinu er óskað eftir stöðuleyfi fyrir færanlegum vinnuskúr á lóð hans að Dalbraut 9, Bíldudal. Erindinu fylgir riss. Skipulags -og byggingarnefnd samþykki veitingu stöðuleyfis í eitt ár frá útgáfu leyfisins.

            Málsnúmer 1306001

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Selárdalur: Deiliskipulag frístundabyggðar

            Deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Selárdal sem var samþykkt í b-deild stjórnartíðinda 20.5. 2010. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á kafla 3.2.1 bls. 14 í greinargerð: tekið verður út krafa um að frístundarhús skulu byggð úr steinsteypu og sett verði inn í staðinn að frístundahús skulu vera í anda þeirra húsa sem fyrir eru og voru í Selárdal. Skipulagsbreytingin telst óveruleg og er skipulagsfulltrúa falið að vinna grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 0911027

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um birgðartank og uppsetningu á flotbryggju með dælu

              Umsókn frá Olíuverslun Íslands kt.500269-3249. Umsókninni fylgir afstöðumynd af birgðatank, flotbryggju og dælustöð í Vatnskrók á hafnarsvæðinu á Patreksfirði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Patreksfirði í samræmi við umsóknina og er skipulagsfulltrúa falið að vinna grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangengnu samþykki hafnarstjórnar Vesturbyggðar. Málinu vísað til hafnarstjórnar.

                Málsnúmer 1306039 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Kynning á greinargerð vegna tillögu að nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarða. Tillagan verður til umsagnar fram að áramótum.

                Greinargerð vegna nýtingaráætlunar Arnarafjarðar lögð fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1212001 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fegrun umhverfis

                  Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að veitt verði verðlaun fyrir eftirfarandi:
                  Fallega garða í Vesturbyggð.
                  Snyrtilegasta sveitabýlið.
                  Snyrtilegasta fyrirtækið.
                  Vel heppnaðra endurbóta á eldri húsum.
                  Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að leggja drög að verðlaunaskilti og auglýsingu og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

                    Málsnúmer 1306040

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Sjóræningjar óska eftir leyfi fyrir flotbryggju

                    Erindi frá Öldu Davíðsdóttur fyrir hönd Sjóræningja ehf, kennitölu vantar. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir flotbryggju við Sjóræningjahúsið á Patreksfirði landnúmer 140250. Erindinu fylgir verklýsing af fyrirhugaðri bryggju. Á deiliskipulagsuppdrætti er gert ráð fyrir bryggju á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Málinu vísað til hafnarnefndar.

                      Málsnúmer 1304042 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Upplýsingagjöf byggingafulltrúa

                      Byggingarfulltrúi upplýsti nefndina um uppsögn sína sem starfsmaður sveitafélagsins. Byggingarfulltrúi mun starfa fram á haustmánuði.

                        Málsnúmer 1111095 6

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00