Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #180

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júlí 2013 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson Skipulags-og byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Skeljungur skil á lóð undir bátasvæði á Patreksfirði landnúmer 140241.

    Erindi frá Skeljungi kt. 590269-1749 í erindinu er óskað eftir skilum á iðnaðar og athafnarlóð nr. 140241. Á lóðinni var olíubyrgðarstöð sem nú er rifin. Erindinu fylgir úttektarskýrsla frá 31.1.2012 frá umhverfisstofnun vegna mengunareftirlits. Engin frávik eru á lokun svæðisins. Byggingarfulltrúi leggur fram minnisbréf frá 12.10.2011. í minnisbréfi byggingarfulltrúa kemur fram að jarðvegur á svæðinu er olíumengaður.
    Skipulags- og byggingarnefnd furðar sig á vinnubrögðum Umhverfisstofnunnar á úttektinni á svæðinu og felur byggingarfulltrúa að óska eftir því við Skeljung að málið verði tekið fyrir að nýju m.t.t. þess að Skeljungi verði gert að hreinsa jarðverg fyrir 1. september 2013 með viðurkenndum aðferðum samanber bókun nefndarinna þann 12.1.2011 en Þar var eftirfarandi bókað ”Erindi frá Skeljungi hf. kt. 590269-1749, umsókn um byggingarleyfi til að rífa aflagðan gasolíugeymi sem stendur á lóð félagsins á hafnarsvæði Patreksfjarðar. Um er að ræða gasolíugeymi úr stáli sem hefur fastanúmer 212-4155 byggingarár 1951. Skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúi samþykkja erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að brotajárni úr geyminum og leiðslum að honum, olíumenguðum jarðvegi og öðrum úrgangi verði fargað á löglegan hátt og að lóðin falli án endurgjalds til Vesturbyggðar. Nefndin vísar erindinu til hafnarstjórnar.“
    Einnig var bókað í hafnarstjórn Vesturbyggðar þann 18. Janúar 2011 eftirfarandi:
    ”Hafnarstjórn samþykkir leyfið með þeim skilyrðum að fyrirtækið fjarlægi mengaðan jarðveg ef um er að ræða vegna geymisins og þær leiðslur sem geyminum fylgja“

      Málsnúmer 1306075

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag Fit á Barðarströnd.

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tveimur sumarhúsum á Holtsfit á Barðaströnd með landnúmer 139797 á reitum merktum með númerum 1 og 2 á teikningu. tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí 2013 til 25. Júní 2013. Athugasemd barst varðandi skilgreingu á landamörkum við Holt og óskað er eftir því að landarmerkin verði færð 33 m suður. Vísað verður í þinglýst gögn vegna landamerkja við Holt. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun. Gerðar voru þær breytingar á tillögunni m.t.t umsagnar Siglingastofnunar að gólfhæð var sett í 3,6 m. Forsendur sipulagsinns eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 en á bls 45 segir að á landbúnaðarsvæðum er heimilt að reisa allt að 3 frístundahús án þess að breyta þurfi aðalskipulagi og var því fallið frá gerð svokallaðar skipulagslýsingar fyrir deiliskipulagið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

        Málsnúmer 1304036 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð

        Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fóðurstöðvar Naust í Fossfirði. Gerðar hafa verið þær breytingar á auglýstri skipulagstillögu að stærð iðnaðalóðar var minkuð úr 58.000 m2 í 28.400 m2. Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í ný samþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Minnjaverði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 28.400 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagið og felur byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

          Málsnúmer 1304035 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði

          Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga vegna Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Landhelgisgæslunni. Gerðar hafa verið breytinga á vegtengingu við Vestfjarðarveg mt.t. til athugasemda Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

            Málsnúmer 1211083 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um byggingarleyfi. Sumarhús við Skjaldvararfoss

            Erindi frá kristjáni Finnbogasyni kt. 1703884029. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 34 m2 sumarhúsi í landi Skjaldvararfoss lannúmer139851. Erindinu fylgja teikningar unnar af Magnúsi H. Ólafssyni kt. 150550-4759. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að sækja um undanþágu frá deiliskipulagi.

              Málsnúmer 1307004

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi í landi Skriðnafells

              Erindi frá Huldu H. Marteinsdóttur kt. 300666-3379. umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi, stærð vantar í Skriðnafelli, landnúmer vantar. Erindinu fylgja teikningar unnar af Arkþing. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Byggingarfulltrúa falið að sækja um undanþágu frá deiliskipulagi.

                Málsnúmer 1307043

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Erindi frá Opus lögmenn deiliskipulag í Haukabergi

                Tekið fyrir erindi frá Opus lögmönnum þar sem þess er farið á leit f.h. Haraldar Einarssonar, kt. 220658-6519 að Vesturbyggð láti vinna deiliskipulag á landinu Haukabergi á Barðaströnd landnúmer 139807 . Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í fyrrgreint erindi en tekur fram að slík skipulagsvinna á landi í einkaeign verði ekki unnið án undangenginnar beiðni eða samþykkis landeiganda/landeigenda, en slíkt liggur ekki fyrir. Þá telur skipulags- og byggingarnefnda að kostnaður við skipulagsvinnu verði að vera í höndum landeigenda eða framkvæmdaraðila sbr. 2. mgr. 38. gr. laga nr. 123/2010.

                  Málsnúmer 1207015 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Upplýsingagjöf byggingafulltrúa

                  Byggingarfulltrúi leggur fram drög að auglýsingu vegna umhverfisátaks. Byggingarfulltrúa falið að auglýsa átakið.

                    Málsnúmer 1111095 6

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00