Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #182

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. október 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson fulltrúi byggingarmála

    Almenn erindi

    1. Umsókn um stækkun lóðar. Mikladalsvegur skreiðarhjallur.

    Erindi frá Guðrúnu Jónsdóttur f.h. Bjargs Fasteigna, kt.630307-1710. Óskað ef eftir stækkun lóðar við skreiðarhjall við Mikladalsveg. Stækkun þessi nemur því svæði sem er búið að jafna umhverfis skreiðarhjallinn.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

      Málsnúmer 1308063

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fyrirspurn um að breyta Mikladalsvegi 2a í verkstæði.

      Eigandi lóðarinnar á Mikladasvegi 2a, Vélaverkstæði Patreksfjarðar ásamt Smur- og dekkjaþjónustinni, óska eftir að reisa nýtt verkstæðishús á lóðinni og að fá leyfi til að rífa gamla húsið sem fyrir er. Húsið yrði ca 280 m2 að grunnfleti - lóðin er 580 m2.
      Við þessa framkvæmd mun núverandi aðsetur Smur- og dekkjaþjónustunnar, Aðalstræti 3, losna og er ætlunin að breyta því húsi í íbúðarhúsnæði.

      Þann 24.september s.l. hitti skipulags- og byggingarnefnd hagsmunaaðila þá er standa að fyrirhugaðri framkvæmd. Þar útskýrðu hagsmunaaðilar sín sjónarmið og áætlanir.

      Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu.

        Málsnúmer 1308017 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umhverfisátak

        Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 14.júní s.l. var ákveðið að endurvekja þann skemmtilega sið að veita umhverfisverðlaun fyrir t.d. fallega garða, snyrtileg lögbýl o.s.frv. Í framhaldi var ákveðið að fela byggingarfulltrúa að vinna þetta frekar.

        Nefndarmenn fóru í skoðunarferð um svæðið þann 24.sept s.l. Í ljósi þess hve gífurlega margir fallegir garðar eru á svæðinu og margar vel heppnaðar endurgerðir hafa átt sér stað síðustu ár var valið erfitt, en niðurstaða fékkst þó að lokum.

        Ákveðið var að veita umhverfisverðlaun fyrir eftirfarandi flokka.

        Fallega garða.
        Vel heppnaðar endurbætur eldri húsa.
        Snyrtilegt lögbýli.

        Niðurstaðan er ekki birt í fundargerð en tilkynnt síðar.

          Málsnúmer 1308016 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi Kolbeinsskeið Selárdal

          Erindi frá Árna Erni Bergsveinssyni kt. 200568-5249, erindið er sent f.h. eigenda Kolbeinsskeiðs í Selárdal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi vegna endurbyggingar á gamla bænum að Kolbeinsskeiði. Erindinu fylgja teikningar ásamt yfirlýsingu um ábyrgð á mannvirkjagerð.

          Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

            Málsnúmer 1310006

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. MP beiðni um leyfi fyrir uppsetningu gervihnattadisks

            Marek Parzych, kt. 080780-2229 sækir um að fá að setja upp gervihnattadisk á húsvegg eignarinnar Aðalstræti 17. Ljósmynd af Aðalstræti 17 með áteiknuðum disk fylgir með.

            Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að leyfi meðeigenda að húseigninni að Aðalstræti 17 liggi fyrir skv. 2.4.1.gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

              Málsnúmer 1309067

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um stækkun lóðar. Sæbót, Bíldudal.

              Erindi frá Brynjari Þór Bragasyni, kt 300480-5279. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar við Sæbót á Bíldudal. Stækkun þessi nemur 400 m2 í NV.

              Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu.

                Málsnúmer 1310019

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.

                Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 10. október 2013 unnið af Landmótun.
                Viðfangsefni breytingarinnar á Bíldudal er breytt afmörkun þéttbýlis, nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal og verslunar- og þjónustusvæði (V3) sem verður athafnasvæði. Á Patreksfirði er leiðrétt afmörkun íbúðasvæðis þar sem hluti að því verður athafnasvæði.
                Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

                Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 4.okt 2013.
                Minjaverði Vesturlands dags. 30.sept 2013.
                Vegagerðin 17.sept 2013.
                Umsagnir voru ítrekaðar 10.okt s.l.

                Tekið var mið af umsögnum umsagnaraðila við gerð breytingarinnar.
                Kynning á breytingu fór fram 11. október 2013 á opnu húsi á skrifstofu tæknideildar.
                Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með þeim fyrirvara að breyting við Mikladalsveg á Patreksfirði sé undanskilin.
                Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010

                  Málsnúmer 1307062 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100

                  Deiliskipulag vegna hótels og nágrennis, Aðalstræti 100 ásamt umhverfisskýrslu tekið fyrir . Deiliskipulagstillaga dagsett 7. október 2013 og umhverfisskýrsla dagsett 4. október 2013.
                  Endur auglýsa þarf deiliskipulagið vegna formgalla þar sem umhverfisskýrslu vantaði með deiliskipulaginu. Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
                  Minjavörður Vesturlands, 30.sept 2013.
                  Vegagerðin, 17.sept 2013.
                  Umhverfisstofnun, 15.mars 2013.
                  Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, 14.mars 2013.
                  Vegagerðin, 12.mars 2013.

                  Tekið var mið af umsögnum umsagnaraðila við gerð deiliskipulagsins. Umhverfisskýrsla var send Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun til umsagnar 4. október 2013.
                  Deiliskipulag og umhverfisskýrsla var kynnt almenningi á opnu húsi tæknideildar 11. október 2013.
                  Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                    Málsnúmer 1308015 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30