Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #183

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 6. nóvember 2013 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Almenn erindi

    1. Umhverfisátak

    Skipulags- og byggingarnefnd hefur ákveðið að veita eftirtöldum aðilum verðlaun. Aðilar þessir hafa hugsað vel um umhverfi sitt og byggingar og eru bæjarfélaginu til sóma.

    Hermann Ármannsson og Ásdís Berg Magnúsdóttir fengu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð að Sigtúni 15, Patreksfirði.
    Runólfur Ingólfsson og Guðbjörg Friðriksdóttir fengu einnig verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð að Arnarbakka 6, Bíldudal.

    Sigríður Jóna Runólfsdóttir fékk verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð eldra húss, Gilhagi á Bíldudal
    Steinunn Finnbogadóttir og Freyr Héðinsson fengu verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð eldra húss, Stúkuhúsið Patreksfirði.

    Finnbogi Kristjánsson og Ólöf Pálsdóttir fengu verðlaun fyrir snyrtilegt lögbýli að Breiðalæk Barðaströnd.

      Málsnúmer 1308016 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00