Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #184

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. desember 2013 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Skipulags- og byggingarnefnd býður nýjan byggingarfulltrúa, Árna Traustason velkominn til starfa.

    Árni Traustason var viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.
    Óskar Örn Gunnarsson kom inn undir lið 4. í síma og sat út fundinn.

    Almenn erindi

    1. Einar Sveinn Ólafsson umsókn um byggingalaóð

    Erindi frá Einari Sveini Ólafssyni. Í erindinu er sótt um byggingarlóð undir einbýlishús í fjöru neðan Dalbrautar 39 á Bíldudal.

    Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu.

      Málsnúmer 1311045 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Varðar ofnaflóðavarnir fyrir ofan Dalbraut 42 Bd.

      Athugasemdir frá Jörundi Garðarssyni og Víkingi Gunnarssyni við fyrirhugaðar ofanflóðavarnir við stekkjar- og milligil á Bíldudal.

      Málið tekið til nánari skoðunar af skipulagsfulltrúa, og honum falið að koma athugasemdum til hönnuða.

        Málsnúmer 1311004

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi

        Erindi frá Aðalstræti 62 ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útlit og notkun á Aðalstræti 62. Erindinu fylgja teikningar unnar af Gunnlaugi Birni Jónssyni kt.110254-3349.

        Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum varðandi byggingarstjóra, byggingarmeistara o.s.frv.

          Málsnúmer 1311089 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi

          Erindi frá Gunnari Sean Eggertssyni kt.140383-4579 og Davíð Páli Bredesen kt.241072-4799. Í erindinu óska þeir eftir breytingu á aðalskipulagi fyrir Mikladalsveg 2A. Svæðið er í dag flokkað sem íbúðabyggð og þeir óska eftir fá því breytt í iðnaðar og athafnalóð.

          Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi.

            Málsnúmer 1311077

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fyrirspurn v. sumarhúss í Selárdal

            Fyrirspurn frá Kristínu og Sólveigu Ólafsdætrum. Þær óska eftir upplýsingum um hvort að frístundahús sem þær hyggjast flytja að Kolbeinsskeiði í Selárdal samræmist skipulagsskilmálum deiliskipulags Selárdals.
            Erindinu fylgir afstöðumynd, ljósmyndir og upplýsingar um frístundahúsið.

            Tekin fyrir fyrirspurn varðandi deiliskipulag Selárdals, dags. 6. desember 2013. Lögð fyrir skýrsla um ástandsskoðun um Gjábakkaland 1, sumarbústað á Þingvöllum sem fyrirhugað er að flytja á lóð í Selárdal. Lagðar fyrir teikningar unnar af Indriða Pálssyni af sumarhúsi sem óskað er eftir að flytja og afstöðumynd og hnitskrá lóða í Selárdal, Kolbeinsskeið 1-3, unnar af Ráðbarði dags. 30.09. 2010. Óskað er eftir upplýsingum hvort flytja megi sumarhús sem staðsett er á Gjábakkalandi 1 í Selárdal.
            Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn og telur að að þau samræmist ekki þeim skilmálum sem gilda fyrir svæðið í Selárdal en skilmálar fyrir svæðið kveða á um að þar eigi að rísa hús með jarðhæð og risi. Hús skulu gerð úr steinsteypu og skulu veggir og þök vera B 30 a.m.k. Þakhalli nálægt 30-40°. Bústaðir skulu vera sementsgráir eða málaðir ljósum litum. Leyfilegt er að byggja hús allt að 50-70 m2. Umrætt hús er timburhús með flötu þaki byggt árið 1967 og er 51,9 m2 að grunnfleti.

              Málsnúmer 1312023 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100

              Tekið fyrir deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100. Deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 29. október til 3 desember 2013.
              Tvær athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Annars vegar frá N1, dags. 29. nóvember 2013 þar sem gerð var athugasemd við að farið sé inn á lóð félagsins og yfir mannvirki á henni með gatnatengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu. Jafnframt er aflögð önnur innkeyrslan frá Strandgötu. Óskað er eftir að bæði vegurinn sunnan lóðarinnar og innkeyrslurnar verði látnar vera eins og þær eru og til viðbótar verði einnig hægt að aka inn og út af lóðinni að sunnanverðu.
              Hins vegar barst athugasemd frá Barða Sæmundssyni, dags. 20 nóvember 2013. Í athugasemdinni er bent á að með tillögunni mætti ekki minnka m.v. núverandi ástand og að vegtenging á milli Aðalstrætis og Strandgötu verði löguð þar sem bent er á að skv. lögum á hún að vera 90° en ekki 45° eins og er nú og er óskað þess að það verði lagað í skipulagsvinnunni.
              Lagt er til að tillagan verði breytt til samræmis við athugasemdir og ábendingar fyrrnefndra og með þeim breytingum samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 1308015 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Deiliskipulag - Iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.

                Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal, greinargerð dags. desember 2013 og uppdráttur dags.4. desember 2013. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir tillöguna og gerir eftirfarandi athugasemdir;
                Bæta þarf við umfjöllun um ofanflóðahættu þegar hún berst. Bæta þarf við afmörkun deiliskipulagssvæðis og hæðarlínum á grunnmynd deiliskipulagsins. Bæta þarf við samþykktartexta í greinargerð.
                Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að gögn verði lagfærð til samræmis við áðurtaldar athugasemdir nefndarinnar.

                  Málsnúmer 1312022 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30