Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #186

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. mars 2014 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Árni Traustason, byggingarfulltrúi og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi eru viðstaddir gegnum fjarfundarbúnað.

    Byggingarfulltrúi óskaði eftir afbrigði frá dagskrá þannig að tveir nýir liðir bætast við sem 13. og 14.liður. Afbrigðið samþykkt samhljóða.

    Fjarverandi nefndarmenn: Anna Guðmundsd

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi - Brunnar 14.

    Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti á Brunnum 14 frá Krossa - útgerðarfélagi ehf. Erindinu fylgja teikningar unnar af Baark arkitektum dags. 17.02.2014. Breytingin felur í sér nýjan glugga á Vesturhlið, lokað fyrir hurð á vesturhlið og gluggi fjarlægður á austurhlið og hurð sett í staðinn.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

      Málsnúmer 1402078

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi - Hótel Flókalundur

      Umsókn um byggingarleyfi frá Pennu ehf. Um er að ræða stækkun á matsal hótelsins, móttökurými ásamt snyrtingum og starfsmannarými, samhliða stækkun verða gerðar betrumbætur á eldri hluta.

      Umsókninni fylgja teikningar unnar af MarkSTOFU ehf dags. 24.febrúar 2014. Einnig fylgir samþykki frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem landeigenda svo og Umhverfisstofnunar vegna staðsetningar innan friðlands Vatnsfjarðar, á þessari framkvæmd.

      Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska meðmæla skipulagsstofnunar með framkvæmdinni skv. 1.gr ákvæða til bráðabirgða skipulagslaga nr.123/2010.
      Fyrirvari er jafnframt gerður um að eldvörnum sé fullnægt.

        Málsnúmer 1402079

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - Niðurrif Strandgata 3.

        Umsókn frá Vesturbyggð um byggingarleyfi fyrir niðurrifi á Strandgötu 3, 450 Patreksfirði. Um er að ræða steinhús hús byggt 1900. Húsið hefur tekið töluverðum breytingum frá upprunalegu horfi og er ástand hússins orðið lélegt.

        Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands skv. lögum þar að lútandi.

          Málsnúmer 1403019

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir hurð - Vestrabúð.

          Umsókn frá Jóni Magnússyni um byggingarleyfi fyrir hurð á Vestrabúð, Patreksfirði. Hurðin er á NA-hlið hússins og er tenging við afurðageymslu hússins. Erindinu fylgir grunn- og útlitsmynd unnin af Baark arkitektum dags. 27.02.2014.

          Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið en telur ámælisvert að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi áður en framkvæmdir hófust.

            Málsnúmer 1403024

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigámum - Vestrabúð

            Erindi frá Jóni Magnússyni, í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 2 frystigámum við Vestrabúð á Patreksfirði.Gámarnir eru ætlaðir sem afurðageymsla fyrir vinnslu hússins. Erindinu fylgir afstöðumynd með staðsetningu gámanna.

            Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða og felur byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis.

              Málsnúmer 1403025

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Beiðni um heimild til útgáfu lóðaleigusamninga við Vatnskrók Patreksfirði

              Erindi frá Elfari Steini Karlssyni f.h. Tæknideildar Vesturbyggðar. Í erindinu er óskað heimildar fyrir útgáfu lóðaleigusamninga fyrir þau hús er standa í Vatnskrók, 450 Patreksfirði.

              Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjar- og hafnarstjórnar.

              Elfar Steinn Karlsson víkur fund undir þessum lið.

                Málsnúmer 1403023

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fjármálaráðuneytið varðar jarðirnar Austmannsdalur-Grandi og Hús

                Erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu f.h. Ríkissjóðs Íslands sem eigandi jarðanna Austmannsdalur, 140433, Granda, 140443 og Hús, 140450 í Vesturbyggð.
                Í erindinu er skráð notkun á eignarhlutum jarðanna tíunduð og þess óskað að hún verði leiðrétt m.v. núverandi notkun.

                Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur Byggingarfulltrúa að leiðrétta skráningu að undangenginni skoðun.

                  Málsnúmer 1402077

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Deiliskipulag - Iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.

                  Tekið fyrir deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal. Deiliskipulagið var auglýst frá 30.janúar til 14.mars 2014.

                  Athugasemdir hafa borist en enn er beðið umsagna frá umsagnaraðilum, málinu frestað.

                    Málsnúmer 1312022 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.

                    Sveitastjórn samþykkti á fundi þann 16.10.2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
                    Tillagan var auglýst frá 30. Janúar 2014 með athugasemdarfrest til 14. mars 2014. Umsagnir höfðu áður borist frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjaverði Vesturlands og Vegagerðinni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila.
                    Athugasemd barst frá Gunnari Sean Eggertssyni, gerir hann athugasemd við að ósk hans um breytingu á aðalskipulagi sem hann sendi inn og var samþykkt hjá skipulags- og byggingarnefnd þann 09.12.13 og hjá bæjarstjórn þann 20.12.2013. hafi ekki verið innifalin í þeirri aðalskipulagsbreytingu er nú er í auglýsingu.

                    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að breyta tillögunni til samræmis við þá athugasemd er barst og með þeim breytingum samþykkir nefndin tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010.

                      Málsnúmer 1307062 4

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Deiliskipulag Fit á Barðarströnd.

                      Tekið aftur fyrir deiliskipulag Holtsfit á Barðaströnd, endurauglýsa þarf vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2013 að auglýsa tillöguna.

                      Tillagan samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa skv. 41.gr skipulagslaga nr.123/2010

                        Málsnúmer 1304036 4

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Hámarkshraði í þéttbýli - Umsagnarbeiðni.

                        Erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum. Í erindinu er vakin athygli á fyrirhugaðri breytingu á sektarreglugerð er lýtur að hámarkshraða í sveitarfélögum.

                        Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að vinna við umferðaröryggisáætlun verði hafin hið fyrsta.

                          Málsnúmer 1403026

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Önnur mál

                          Skipulags- og byggingarnefnd felur Tæknideild Vesturbyggðar að koma með tillögu um framtíðarstefnu vegna gáma og annarra lausamuna í sveitarfélaginu.

                            Málsnúmer 1402059 4

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Umsókn um lóð - Hafnarsvæði

                            Erindi frá Fjarðalax ehf. Í erindinu er sótt um lóð er stendur SV af vinnsluhúsi Fjarðalax við Patrekshöfn. Fjarðalax hefur hug á að girða lóðina af og malbika að einhverju leyti og nýta sem athafnasvæði fyrir vinnslu og eldi fyrst um sinn með möguleika á að byggja á lóðinni seinna meir.

                            Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjar- og hafnarstjórnar.

                              Málsnúmer 1403034

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga á Tjarnarbraut 10, Bíldudal.

                              Fyrirspurn frá Einari Sveini Ólafssyni f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins. Í fyrirspurninni óskar hann eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á fyrirhuguðum breytingum á Tjarnarbraut 10, Bíldudal.

                              Fyrirspurninni fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnið af Zeppelin arkitektum, dags. 25.02.14.

                              Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið að öðru leyti en því að lítur að stækkun lóðarinnar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið.

                                Málsnúmer 1403035

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Til kynningar

                                13. Umsókn um byggingarleyfi

                                Lagðar fram breyttar teikningar af Aðalstræti 62.

                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1311089 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00