Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #188

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. maí 2014 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Árni Traustason, byggingarfulltrúi og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi eru viðstaddir gegnum fjarfundarbúnað.
    Guðrún Eggertsdóttir boðaði forföll.

    Almenn erindi

    1. Umsokn um byggingarleyfi - endurnýjun þakefnis

    Erindi frá Gunnari I. Bjarnasyni. Í erindinu er sótt um leyfi til endurnýjunar á þakefni að Aðalstræti 76.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

      Málsnúmer 1405012

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. OV umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu háspennustrengs

      Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Fyrirhugað er að leggja háspennustreng frá Brekkuvöllum/Haukabergi að Birkimel á Barðaströnd. Framkvæmdin er liður í að útrýma einfasa loftlínukerfi. Umsókninni fylgja teikningar af fyrirhugaðri lagnaleið.

      Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki landeigenda.

        Málsnúmer 1405016

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um leyfi fyrir nýjum tröppum

        Erindi frá Georgi B. Invasyni. Í erindinu sækir hann um leyfi fyrir niðurrifi á steyptum tröppum við Aðalstræti 1A og leyfi til að reisa nýjar tröppur og pall úr timbri. Erindinu fylgja teikningar unnar af Ginga teiknistofu dags. maí 2014.

        Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

          Málsnúmer 1405021

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ósk um vistgötu Sigtún (botlangi)

          Erindi frá íbúum Sigtúns 1, 4 og 13. Óskað er leyfis til að setja upp körfuboltaspjald í botnlanga götunnar. Einnig óska íbúar þess að þess hluti götunnar verði gerður að vistgötu.

          Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir uppsetningu körfuboltaspjalds, að höfðu samráði við tæknideild Vesturbyggðar. Einnig leggur nefndin til að skipulagsfulltrúi vinni áfram varðandi útfærslu götunnar sem vistgötu og skoði umferðaröryggisþátt niður fyrir Brunna.

            Málsnúmer 1405047 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag - Íbúabyggð Lönguhlíð.

            Drög að deiliskipulagi vegna nýrra byggingalóða við Lönguhlíð á Bíldudal lögð fram til kynningar. Lagðar eru fram tvær tillögur, A og B.

            Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vinna áfram með tillögu B, með þeirri breytingu að einbýlishús komi í stað parhúss ofan Lönguhlíðar.

              Málsnúmer 1405039 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag Fit á Barðarströnd.

              Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fyrir Fit á Barðaströnd. Tillagan var auglýst frá 28.mars með athugasemdafrest til 12.maí. Engar athugasemdir bárust. Um var að ræða endurauglýsingu vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun.

              Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

                Málsnúmer 1304036 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Önnur mál

                Tæknideild kynnir áform um eitrun fyrir túnfíflum í þéttbýli í Vesturbyggð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarfélagið útvegi þeim íbúum sem þess óska, efni til eyðingar á túnfífli í þéttbýli.

                  Málsnúmer 1402059 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fyrirspurn Sigtún 5. Viðbygging.

                  Fyrirspurn frá Ginga teiknistofu f.h. húseigenda að Sigtúni 5. Spurt er fyrir um leyfi til að byggja við stofu út að götu. Viðbyggingin yrði steypt með timburþaki, 22,4 m2. Fyrirspurninni fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnin af Ginga teiknistofu dags. maí 2014.

                  Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir fyrirspyrjanda á að grenndarkynningar sé þörf.

                    Málsnúmer 1405057

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Ný vegtenging Aðalstræti/Strandgata

                    Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er óskað framkvæmdaleyfis fyrir nýrri vegtengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu við Aðalstræti 110. Erindinu fylgir teikning unnin af Landmótun dags. 13.05.14.

                    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að undangenginni grenndarkynningu.

                      Málsnúmer 1405058

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30