Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #4

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. nóvember 2014 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar.

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Árni Traustason vék af fundi undir lið 4.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um land fyrir fyrir skólaskóg/ Yrkjuskóg

    Erindi frá Nönnu Sjöfn Pétursdóttir skólastjóra Grunnskóla Vesturbyggðar f.h. Bíldudalsskóla. Í erindinu er sótt um að fá úthlutað land fyrir skólaskóg/ yrkjuskóg í Bíldudal fyrir Bíldudalsskóla. Skólaskógurinn verði ræktaður upp í samvinnu við yrkjusjóð og Skógræktarfélag Bílddælinga.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að gera tillögu að svæði í samráði við skólastjóra grunnskóla Vesturbyggðar, Nönnu Sjöfn Pétursdóttur og kynna fyrir ráðinu.

      Málsnúmer 1410113

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um stofnun lóðar - Urðarhjalli Fjarskiptahús

      Erindi frá Neyðarlínunni ohf. kt.511095-2553, í erindinu er sótt um stofnun lóðar undir fjarskiptahús við Urðarhjalla í landi Breiðavíkur. Erindinu fylgir lóðarblað unnið af VGS verkfræðistofu dags. 23.09.2014.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að stofna lóð.

        Málsnúmer 1411055

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - utanhússklæðning

        Erindi frá Sigurbirni Halldórssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu úr liggjandi bárujárni á Lönguhlíð 36, Bíldudal. Erindinu fylgja ódags. afstöðu- og útlitsteikningar, unnar af Magnúsi Halldórssyni.

        Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.

          Málsnúmer 1410025

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag á Látrabjargi.

          Farið yfir feril málsins. Unnið í svörum við athugasemdum þeim er borist hafa.
          Málinu frestað.

            Málsnúmer 1203029 9

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Breyting á aðalskipulagi

            Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði
            Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014.
            Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt. Einnig er gerð breyting á landnotkun á Patreksfirði þar sem verslunar - og þjónustusvæði (V4) er stækkað. Um er að ræða leiðréttingu þar sem lóðin er mun stærri en gildandi aðalskipulag segir til um.
            Fyrir liggja umsagnir um lýsinguna frá Skipulagsstofnun, Samgöngustofu og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. En lýsingin var ennfremur send Veðurstofunni en ekki hafa borist svör.

            Tillagan er samþykkt með fyrirvara um lagfæringu á mynd sem sýnir gildandi aðalskipulag sem og heiti breytingarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010

              Málsnúmer 1409058 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um byggingarleyfi

              Erindi frá Fjarðalax ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti og innra skipulagi á Aðalstræti 8, Patreksfirði. Erindinu fylgja grunn-, afstöðu- og útlitsteikningar, unnar af Ginga teiknistofu dags. 19.nóv 2014.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                Málsnúmer 1411084

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi - Breytt útlit

                Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti á Stekkum 21. Fyrirhugað er að fjarlægja skorstein og þakglugga á húsinu. Erindinu fylgja afstöðu- og útlitsteikningar, unnar af Ginga teiknistofu dags. 21.nóv 2014.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                  Málsnúmer 1411085

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Ósk um breytta notkun - Aðalstræti 8.

                  Erindi frá Fjarðalax ehf. Í erindinu er sótt um breytta notkun á Aðalstræti 8, Patreksfirði. Óskað er eftir því að húsið verði skráð sem íbúðarhús, en húsið er í dag skráð sem verslunarhúsnæði.

                  Húsið stendur á svæði sem skilgreint er á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem svæði fyrir þjónustustofnanir.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að tilkynna breytta notkun hjá þjóðskrá Íslands.

                    Málsnúmer 1411086

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Athugasemdir vegna hraðaksturs í þéttbýli Vesturbyggðar

                    Teknar fyrir athugasemdir sem borist hafa vegna hraðaksturs í þéttbýli Vesturbyggðar. Erindi hafa borist frá Bjarna Elvari Hannessyni og hans fjölskyldu og svo Gísla Einari Sverrissyni. Kalla þeir eftir aðgerðum til að ná niður umferðarhraða.

                    Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendingarnar og vekur athygli á að á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 22.09.14 fjallaði ráðið um umferðaröryggismál í sveitarfélaginu og beindi því til sveitarstjórnar að unnin verði umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.

                    Einnig felur skipulags- og umhverfisráð forstöðumanni tæknideildar, Elfari Steini Karlssyni að vinna að því að koma upp hraðahindrun við Sigtúnið og Brunna á Patreksfirði sem og við Íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal. Einnig er forstöðumanni tæknideild falið að óska eftir því við Vegagerðina að farið verði í aðgerðir til að ná niður umferðarhraða við innkomuna á Bíldudal.

                      Málsnúmer 1411087

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00