Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #7

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. mars 2015 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar.

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Breyting á aðalskipulagi

    Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem auglýst var með athugasemdarfresti til 9. mars 2015. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma og tillagan var einnig send til umsagnar til eftirfarandi aðila. Veðurstofu Íslands, Vegagerðinnar, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Tálknafjarðarhrepps og Ísafjarðarbæjar. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar sem svaraði með tölvupósti 6. janúar 2015. Vegagerðin gerir engar athugasemdir en óskar eftir því að deiliskipulagstillaga að bensínafgreiðslustöð við send þeim til umsagnar þegar þar að kemur.

    Í bréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 15. janúar 2015, kom fram að aðalskipulagsbreytingin yrði ekki staðfest fyrr en fyrir liggur staðfest nýtt hættumat vegna snjóflóðamannvirkja við Búðargil.

    Málinu frestað

      Málsnúmer 1409058 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag - Íbúðabyggð Lönguhlíð.

      Tekið fyrir deiliskipulag vegna íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal, greinargerð og uppdráttur sem auglýst var með athugasemdarfresti til 9. Mars 2015. Engar athugasemdir bárust og engar umsagnir en tillagan var send til umsagnar til Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Umsagnir voru ítrekaðar 13 mars.

      Til þess að klára deiliskipulagið til afgreiðslu þurfa staðfestar hættumatslínur að liggja fyrir.

      Málinu frestað.

        Málsnúmer 1405039 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag á Látrabjargi.

        Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar dagsett 19. febrúar 2015. Um er að ræða afgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Látrabjargs. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda vegna ákveðinna forms- og efnisgalla tillögunnar.

        Afgreiðslu frestað þar til skipulagshönnuður hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og gert viðeigandi lagfæringar á uppdráttum og greinargerð.

          Málsnúmer 1203029 9

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ofanflóðavarnir ofan byggðar á Bíldudal beiðni um umsögn á framkvæmdinni

          Tekin fyrir umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna kynningarskýrslu vegna ofanflóðavarna ofan byggðar á Bíldudal í Vesturbyggð.

          Skipulags og umhverfisráð leggur áherslu á að rask gagnvart íbúum og umhverfi verði sem minnst á framkvæmdartíma. Ráðið leggur einnig áherslu á að endanleg útfærsla aðkomu að Sælundi 1 og 3 verði unnin í sátt við íbúa og bæjaryfirvöld, sem og allar framkvæmdir við almenningsgarð bæjarins, svokallaða Tungu. Auk þess vill ráðið að við endanlega hönnun bílastæðis við Dalbraut 32 verði haft til hliðsjónar að ekki skapist ónæði fyrir íbúa vegna umferðar um garðana.
          Að lokum leggur ráðið til af fenginni reynslu að gerð verði könnun á grunnvatnsstreymi/jarðvatni við húsin er standa næst fyrirhuguðum framkvæmdum, sem og skoðað hvort að fyrirhugaðar varnir geti haft neikvæð veðurfarsleg áhrif á byggðina(aukinn vindstyrk, hnútar)

          Að öðru leyti gerir skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar ekki athugasemdir við þær ofanflóðavarnir sem hér eru til umsagnar.

            Málsnúmer 1502082

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Melstaður - Umsókn um byggingarleyfi.

            Erindi frá Loga Ragnarssyni kt.180260-4559. Umsókn um byggingarleyfi fyrir Melstað í Selárdal, landnr. 219707. Sótt er um leyfi til endurnýjunar/stækkunar á bíslagi, klæða með bárujárni, breytingu á gluggum og hurðum sem og breytingu á innra skipulagi. Erindinu fylgir grunn- og útlitsmynd fyrir og eftir fyrirhugaðar breytingar, unnið af Víðsjá Verkfræðistofu dags. 03.03.2014. Einnig fylgir umsókninni jákvæð umsögn Minjastofnunar, en skráð byggingarár er 1905. Í umsögn Minjastofnunar er skráð byggingarár dregið í efa þar sem um steypt hús er að ræða.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1503001

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ósk um leyfi til að setja niður uppgerða June Munktell bátsvél við Smiðjuna á Bíldudal

              Erindi frá Arnfirðingafélaginu í Reykjavík. Í erindinu er sótt um leyfi til að fá að setja niður uppgerða June Munktell bátavél í bátshluta við Smiðjuna á Bíldudal. Erindinu fylgja ljósmyndir af vél og bátshlut, sem og mynd sem sýnir ósk um staðsetningu.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

                Málsnúmer 1503015

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ósk um leyfi til að koma fyrir bátsskrúfu við Smiðjuna á Bíldudal

                Erindi frá Erni Gíslasyni, Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður bátsskrúfu í stein við Smiðjuna á Bíldudal. Erindinu fylgja ljósmyndir af skrúfunni, sem og mynd sem sýnir staðsetningu.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

                  Málsnúmer 1503032

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um lóð undir próteinverksmiðju

                  Tekið fyrir erindi Valdimars Gunnarssonar, fyrir hönd Arctic Protein, dagsett 26. febrúar 2015. Í erindinu er óskað eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisráðs fyrir því að sett verði upp próteinverksmiðja á Bíldudal. Einnig er sótt um lóð undir allt að 250m2 atvinnuhúsnæði sem kæmi til með að hýsa verksmiðjuna. Erindinu fylgir loftmynd með lóðarafmörkun og upplýsingar um vatns- og loftmengun. Umrædd lóð er staðsett á milli Strandgötu 10-12 og Strandgötu 13. Ekki er fyrirliggjandi deiliskipulag af svæðinu en lóðin er innan svæðis sem skilgreint er sem hafnarsvæði í gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.

                  Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en óskar frekari gagna. Ráðið mun óska eftir umsögn frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands. Ennfremur er forstöðumanni tæknideildar falið að afla frekara upplýsinga um sambærilega starsemi.

                    Málsnúmer 1503019

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00