Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #9

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. maí 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Guðmundur V. Magnússson víkur fund undir lið 2.

    Almenn erindi

    1. Kosning varaformanns Skipulags- og umhverfisráðs

    Vísað er í bókun 8. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 20.04.2015 undir 7.lið að Ingimundur H. Andrésson hafi látið af störfum sem fulltrúi í ráðinu.

    Lögð fram tillaga um að Eydís Þórsdóttir verði kjörinn varaformaður skipulags- og umhverfisráðs í stað Ingimundar.

    Samþykkt samhljóða

      Málsnúmer 1505011

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1 - ÍsKalk

      Erindi frá Einari S. Ólafssyni f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins. Í erindinu er sótt um lóð að Hafnarteig 1, og sameiningu hennar við Strandgötu 2 sem félagið hefur fest kaup á. Í umsókninni er þess getið að fái félagið úthlutað lóðinni hyggist félagið láta reisa sameiginlega nýbyggingu á lóðum Strandgötu 2 og Hafnarteigs 1. Með þessu myndi skapast aukið rými í götunni milli Strandgötu 1 og 2 sem mætti nota til að fegra ásýnd götunnar með trjágróðri eða öðrum hætti sem skynsamlegt þykir. Þess er einnig getið að félagið hafi hug á að nýta hluta suð-vesturenda nýbyggingarinnar við Hafnarteig 1 undir mötuneyti fyrir starfsfólk og þjónustuaðila auk þess sem þar yrðu innréttuð herbergi fyrir gistingu starfsfólks og þjónustuaðila.

      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en frestar því og vísar áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

        Málsnúmer 1505025 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - breytt innra skipulag, utanhússklæðning o.fl.

        Erindi frá Aðalstræti 62 ehf vegna Aðalstrætis 62, 450 Patreksfirði. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir endurgerð glugga og gönguhurða, utanhússklæðningu, endurbætur á lóð og aðkomu að húsi. Á jarðhæð verður útbúinn matsalur og á annarri hæð verða útbúin 7 gistiherbergi. Ennfremur er óskað eftur stækkuðum byggingarreit til suð-austurs. Erindinu fylgja aðal- og brunavarnaruppdrættir, unnið af Magnúsi Ingvarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu dags. 27.apríl 2015.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis vegna fyrrgreindra breytinga á húsnæði Aðalstrætis 62, og felur byggiingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um samþykki eldvarnaeftirlits. Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu vegna breytinga á lóð sem og stækkun byggingarreits og mun í framhaldi óska eftir umsögn Veðurstofu Íslands þar sem svæðið stendur á hættusvæði C skv.hættumatskorti VÍ frá 2003.

          Málsnúmer 1505009 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi - svalarhurð.

          Erindi frá Þuríði Hjálmtýsdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir nýrri svalarhurð úr stofu sem og eldhúsi. Erindinu fylgir grunn- og útlitsteikning unnin af teiknistofu Hauks A. Viktorssonar, dags. 27.04.2015.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1505010

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag á Látrabjargi.

            Tekið fyrir Deiliskipulag Látrabjargs. Leiðrétt greinargerð frá BAARK, dagsett febrúar 2014 en með viðbótum frá 22. apríl 2015. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram í bréfi Skipulagsstofnunar frá 19. febrúar 2015. Um er að ræða afgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Látrabjargs. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og gerði athugasemd að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda vegna ákveðinna forms- og efnisgalla tillögunnar.

            Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. mars 2015 var afgreiðslu frestað þar til gerðar hafa verið lagfæringar á skipulagsgögnum sem nú liggja fyrir.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 1203029 9

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Breyting á aðalskipulagi

              Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem auglýst var með athugasemdarfresti til 9. mars 2015. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Tillagan var send til umsagnar til eftirfarandi aðila. Veðurstofu Íslands, Vegagerðinnar, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Tálknafjarðarhrepps og Ísafjarðarbæjar. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar sem svaraði með tölvupósti 6. janúar 2015. Vegagerðin gerði engar athugasemdir en óskaði eftir því að deiliskipulagstillaga að bensínafgreiðslustöð verði send þeim til umsagnar þegar þar að kemur. Veðurstofa sendi umsögn með tölvupósti 13. mars og gerði engar athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna en óskaði jafnframt eftir að deiliskipulagstillaga/grenndarkynning verði send þeim til umsagnar þegar þar að kemur.
              Í bréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 15. janúar 2015, kom fram að aðalskipulagsbreytingin verði ekki staðfest fyrr en fyrir liggur staðfest nýtt hættumat vegna snjóflóðamannvirkja við Búðargil.
              Fyrir liggur nýr uppdráttur af aðalskipulagsbreytingunni dagsettur, 27. apríl 2015. Breytingin nær nú einungis til Patreksfjarðar þar sem verið er að leggja til stækkun á verslunar- og þjónustusvæði við Aðalstræti 62. Breyting á Bíldudal hefur verið tekin út þar sem óljóst er hvenær staðfest hættumat fyrir Búðargil mun liggja fyrir.
              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 1409058 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00