Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #10

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. júní 2015 og hófst hann kl. 09:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi og Árni Traustason, byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Barði Sæmundsson er fjarverandi, í hans stað Kristín Pálsdóttir.

    Ása Dóra Finnbogadóttir víkur fund undir lið.12.

    Almenn erindi

    1. Skipulagsstofnun beiðni um umsögn Örlygshafnarvegur, Skápadalur-Patreksfjarðarflugvöllur

    Vísað er í erindi Skipulagsstofnunar dagsett 16. apríl 2015, þar sem óskað er umsagnar um tilkynningu til framkvæmdar á Örlygshafnarvegi skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

    Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hefur farið yfir framlagða tilkynningu Vegagerðarinnar dagsett í apríl 2015.

    Vegaframkvæmdin sem hér er kynnt er 8,4 km löng og liggur skammt sunnan Skápadalsár að Patreksfjarðarflugvelli. Ástand vegkaflans er misjafnt og samkvæmt framkvæmdaraðila verður framkvæmdasvæðið hvergi mjög breitt. Umhverfi næst veginum hefur áður verið raskað með lagningu núverandi vegar, framræsluskurðum, lögnum, túnrækt og beit. Almennt er gert ráð fyrir að takmarka breidd raskaðs svæðis eins og unnt er og verður það tilgreint í útboðsgögnum.

    Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með að komið sé að þessari framkvæmd sem er að mati Vesturbyggðar löngu tímabær. Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ástandi sem hann er í dag, annar núverandi og framtíðar umferð engan veginn. Vegurinn hefur því í för með sér slysahættu og mun þessi aðgerð draga verulega úr henni. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningaminjar hverfandi. Það er því mat Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.

    Vegna nálægðar vegarins við jörðina Hvalsker þá beinir Vesturbyggð þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rykmengun stafi af umferð stórvirkra vinnuvéla í næsta nágrenni við Hvalsker.

    Að öðru leyti telur skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að framlögð gögn geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun.

      Málsnúmer 1504040 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ný spennistöð - Krossholt.

      Erindi frá Bjarna Thoroddsen f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um lóð undir nýja spennistöð á Krossholtum, Barðaströnd. Erindinu fylgja teikningar af fyrirhugaðri spennistöð sem og riss af staðsetingu spennistöðvarinnar.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að ákveða nákvæma staðsetningu í samráði við OV.

        Málsnúmer 1505036

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Nýtt götuheiti á Bíldudal

        Erindi frá Bergljótu Gunnarsdóttur. Í erindinu er óskað eftir nýju götuheiti á Bíldudal, óskað er eftir að vegslóðinn að Sæbakka (landnr. 140612) verði nefndur Naustabót.

        Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Málinu frestað.

          Málsnúmer 1505037

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Hrísnes - Umsókn um stækkum lóðar, Stekkur.

          Erindi frá Halldóri S. Vigfússyni og Þórunni Magnúsdóttur. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar Stekks, Barðaströnd(landnr.139819) úr landi Hrísnes, Barðaströnd(landnr.139817) um 0,5 ha. Heildar stærð Stekks verði eftir stækkun 1,5ha.

          Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

            Málsnúmer 1505056

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Hrísnes - Umsókn um stofnun lóðar, Ábótalækur

            Erindi frá Halldóri S. Vigfússyni og Þórunni Magnúsdóttur. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Hrísnes, Barðaströnd(139817). Nýstofnuð lóð ber heitir Ábótalækur og er 1,5ha.

            Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

              Málsnúmer 1505055

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1

              Tekin fyrir aftur umsókn Arnarlax um lóð að Hafnarteig 1 eftir umsögn hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

              Hafnarstjórn Vesturbyggðar bókaði eftirfarandi á fundi þann 27.05.2015:

              Hafnarstjórn Vesturbyggðar leggur til við skipulags- og umhverfisráð að umsókninni verði hafnað og lóðin tekin af skipulagi. Umsvif eru að aukast á og við hafnarsvæði á Bíldudal og lítið athafnasvæði er fyrir starfsemi hafnarinnar og nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og huga að þörfum hafnarsjóðs á svæðinu.

              Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun hafnarstjórnar Vesturbyggðar og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu vegna breytinga á skipulagi svæðisins og hafnar þar með umsókninni.

                Málsnúmer 1504012 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1 - ÍsKalk

                Tekin fyrir aftur umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins um lóð að Hafnarteig 1 eftir umsögn hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

                Hafnarstjórn Vesturbyggðar bókaði eftirfarandi á fundi þann 27.05.2015:

                Hafnarstjórn Vesturbyggðar leggur til við skipulags- og umhverfisráð að umsókninni verði hafnað og lóðin tekin af skipulagi. Umsvif eru að aukast á og við hafnarsvæði á Bíldudal og lítið athafnasvæði er fyrir starfsemi hafnarinnar og nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og huga að þörfum hafnarsjóðs á svæðinu.

                Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun hafnarstjórnar Vesturbyggðar og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu vegna breytinga á skipulagi svæðisins og hafnar þar með umsókninni.

                  Málsnúmer 1505025 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. N1 - Bráðabirgðaafgreiðsla.

                  Umsókn frá Guðlaugu Pálssyni f.h. N1. Sótt er um leyfi fyrir bráðabirgða eldsneytisafgreiðslu við sjálfsfgreiðslustöð N1 að Aðalstræti 110 Patreksfirði. Ráðstöfun þessi er ætluð til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir við sjálfsafgreiðslustöð.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir umsóknina.

                    Málsnúmer 1506005

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. UÞB varðar neysluvatn fyrir býlið Mórudal

                    Erindi frá Unnari Þór Böðvarssyni, Mórudal Barðaströnd. Í erindinu er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins um hvar taka megi vatn úr Tungumúlalækjum fyrir nýskipulagða byggð í Mórudal og þar með býlið Mórudal.

                    Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að vinna málið áfram með hlutaðeigandi.

                      Málsnúmer 1506003 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Umsókn um byggingarleyfi - Utanhússklæðning, Brunnar 6.

                      Erindi frá teiknistofu Ginga f.h. Piotr Marek Kozuch. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu og breyttu útliti á Brunnum 6, Patreksfirði.Til stendur að fjarlægja skorstein og loka gluggum undir þakskeggi á suðausturhlið hússins. Einnig verður húsið einangrað að utan. Erindinu fylgjir grunnmynd, sneiðing og útlitsteikningar unnar af teiknistofu Ginga dags. 9.júní 2015.

                      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                        Málsnúmer 1506025

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Mýrar 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu.

                        Erindi frá Sveini Benoný Magnússyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu á austurhlið Mýra 5 Patreksfirði. Erindinu fylgjir grunnmynd, Útlitsteikning og snið unnar af Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 15.júní 2015.

                        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                          Málsnúmer 1506032

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          14. Umsókn um byggingarleyfi - Strandgata 16

                          Erindi frá Birni M. Magnússyni f.h. Hrafnskaga ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir nýrri innkeysluhurð á Strandgötu 16, Bíldudal. Erindinu fylgir, snið, útlits- og afstöðumynd unnin af Hugsjón ehf. dags. 22.06.2015.

                          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                            Málsnúmer 1506044

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Til kynningar

                            12. S.V.umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi fyrir Kirkjuhvamm

                            Lagt fram til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna rekstrarleyfis fyrir Kirkjuhvamm, Rauðasandi.

                              Málsnúmer 1505031 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              13. Umhverfisstofnun vekur athygli á reglugerð er varðar skilti utan þéttbýlis

                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1506016

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30