Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #11

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. júlí 2015 og hófst hann kl. 09:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar.

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Ása Dóra Finnbogadóttir er fjarverandi og í h.st Kristín Bergþóra Pálsdóttir

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi - Grjóthólar.

    Erindi frá Eddu Kristínu Eiríksdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir sumarbústað í landi Grjóthóla landnr. 223332 ,Barðaströnd. Sótt er um leyfi til byggingar á 106 m2 sumarhúsi. Erindinu fylgir grunn-, útlits-, snið- og afstöðumynd, unnið af Verkfræðistöfunni Möndli dags. 14.07.2015.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Skipulags- og umhverfisráð beinir því til umsækjenda að gr. 5.2.3.14 skipulagsreglugerðar nr.90/2013 verði uppfyllt, þar sem húsið verður að standa fjær en 50m frá árbakka.

      Málsnúmer 1507033

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi - Þak og klæðning bílskúr Brunnar 11.

      Erindi frá Sigríði I. Birgisdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu og byggingu þaks á bílskúr að Brunnum 11, 450 Patreksfirði. Erindinu fylgir grunn og afstöðumynd, sneiðing og útlitsteikningar unnar af teiknistofu Ginga dags. 17.júlí 2015.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

        Málsnúmer 1507044

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - Breyting á glugga/hurð Aðalstræti 78

        Erindi frá Þóru Sjöfn Kristinsdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á glugga á suðvesturhlið neðri hæðar Aðalstrætis 78, 450 Patreksfirði. Sótt er um að síkka glugga og koma fyrir hurð.Erindinu fylgir útlits- og afstöðuteikning unnin af teiknistofu Ginga dags. 17.júlí 2015.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

          Málsnúmer 1507049

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um leyfi fyrir gervihnattadisk - Balar 4

          Erindi frá Andrzej Dobosz. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja upp gervihnattadisk á flöt framan við íbúð umsækjenda að Bölum 4(2.hæð), 450 Patreksfirði. Um er að ræða gervihnattadisk sem er 90cm í þvermál.

          Skv. d-lið gr. 2.3.5. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 eru diskar undir 1,2m í þvermáli undanþegnir byggingarleyfi. Skipulags- og umhverfisráð beinir því til umsækjenda að fá samþykki hjá viðkomandi húsfélagi fyrir uppsetningu disksins.

            Málsnúmer 1507041

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um lóð fyrir allt að 300 fm stálgrindarhúsi á Bíldudal

            Erindi frá Ómari Sigurðssyni f.h. eignarhaldsfélagsins Burst, Bíldudal. Í erindinu er óskað eftir lóð undir allt að 300m2 stálgrindarhús sem hugsað væri til fiskvinnslu og skyldrar starfsemi, og óskað eftir staðsetningu sem næst hafnarsvæðinu.

            Engar lóðir eru tilbúnar sem uppfylla skilyrði umsækjenda. Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að vinna málið áfram varðandi aðra möguleika með umsækjenda.

              Málsnúmer 1507025

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. OV - Framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn á Barðaströnd, Krossholt að Brjánslæk.

              Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Fyrirhugað er að leggja háspennustreng frá Krossholtum að Brjánslæk á Barðaströnd. Framkvæmdin er liður í að leggja niður einfasa loftlínukerfi. Sótt er um undanþágu frá framkvæmdaleyfi með tilvísun í 4.gr reglugerðar nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Erindinu fylgja teikningar af fyrirhugaðri lagnaleið, í erindinu er þess einnig getið að búið sé að semja við landeigendur um lega strengsins sem og að samráð verði haft við minjastofnun um lagningu strengsins.

              Skipulags- og umhverfisráð fellst á að framkvæmdin sé minniháttar og samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að skriflegt samþykki landeigenda berist skipulagsfulltrúa áður en ráðist verði í framkvæmdina. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.

                Málsnúmer 1507043

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30