Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #12

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 4. ágúst 2015 og hófst hann kl. 09:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Fyrirspurn - Mikladalsvegur 2A

    Fyrirspurn frá GINGI teiknistofu um að rífa húsið er stendur við Mikladalsveg 2a og reisa nýtt verkstæðishús að stærð 280m2. Erindið er sent f.h. eiganda lóðarinnar, þeirra Gunnars Sean Eggertssonar og Davíðs Páls Bredesen, Vélaverkstæði Patreksfjarðar ásamt Smur- og dekkjaþjónustunnar.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið á þeim rökum að athafnasvæði umhverfis húsið sé ekki nægt m.v. núverandi rekstur og umfang Vélaverkstæðisins sem og Smur- og dekkjaþjónustunnar, með slíkri starfsemi þarf talsvert athafnasvæði sem ekki er til staðar á umræddri lóð.

      Málsnúmer 1507056

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um framkvæmdaleyfi - efnislosun við Fjósadal.

      Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð, dagsett 30.júlí 2015. Framkvæmdin felur í sér dýpkun í Patrekshöfn í stæði vegna fyrirhugaðrar flotbryggju sem og landmótun með því efni sem kemur úr dýpkuninni. Alls nemur dýpkunin um 12.500 m3 og er fyrirhugað að setja um 2.000m3 upp á gamla urðunarsvæðið í Vatneyrarhlíð, 9.000m3 í landmótun neðan geymslugirðingar við Fjósadal þar sem áður stóð steypustöð og svo 1.500m3 í Oddann. Áætlað er að sá í svæðin við gamla urðunarsvæðið sem og neðan geymslugirðingar.

      Í skipulagslögum nr.123/2010 3. mgr. 44. gr. er ákvæði um að skipulagsnefnd geti fallið frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og /eða umsækjanda. Með vísan í fyrrgreint lagaákvæði leggur Skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að fallið verði frá grenndarkynningu og umsókn Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar og landmótunar verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið eins og 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir til um.

        Málsnúmer 1507058

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30