Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #13

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. ágúst 2015 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Ása Dóra Finnbogadóttir fjarverandi, Kristín B. Pálsdóttir í h.st.

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi - Dalbraut 14 Auglýsingaskilti.

    Umsókn um byggingarleyfi frá Þuríði Ó. Hjálmtýsdóttur. Sótt er um byggingarleyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskiltis á lóð við inngang húss að Dalbraut 14, Bíldudal. Erindinu fylgir riss af skiltinu sem og af fyrirhugaðri staðsetningu.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

      Málsnúmer 1507055

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging - Íþróttahúsið Bylta

      Umsókn um byggingarleyfi frá Kjartani Árnasyni, Glámu-Kím f.h. Vesturbyggðar. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu alls 123 m2 við íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal, Hafnarbraut 3. Viðbyggingarnar taka upp form og gerð hússins sem þær tengjast og lengja það til sitthvorrar áttar. Við það skapast aðstaða til að tvískipta aðkomu að húisnu í takt við fjölbreyttara hlutverk þess. Þannig mun aðkoma að tjaldsvæði og aðstaða fyrir tjaldgesti rúmast norðvestan við íþróttahús. En aðkoma heilsugæslu og íþróttahúss / miðstöðvar verða norðaustan við íþróttahús. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Kjartani Árnasyni Arkitekt hjá Glámu-Kím dags. 29.07.2015.

      Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu sem ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna.

        Málsnúmer 1508005

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - klæðning og breyting á burðarvirki. Íþróttamiðstöðin Bröttuhlíð.

        Umsókn um byggingarleyfi frá Vesturbyggð. Sótt er um byggingarleyfi fyrir klæðningu burðarsúlna við suð- og norð- vesturhlið íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíð, Aðalstræti 55, Patreksfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á burðarvirki við þreksal og kjallara undir þreksal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkís verkfræðistofu, teiknistofu GINGA og egg arkitektum dags. 07.04.2015 og 14.09.2014.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

          Málsnúmer 1508006

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. HGS varðar tjaldstæðið á Bíldudal

          Erindi frá Hirti G. Sigurðssyni f.h. íbúa og sumarhúsaeigenda í fjörunni, Bíldudal. Gerðar eru athugasemdir við efnislosun við tjaldsvæðið á Bíldudal sem og vatns- og úrgangslosun í brekku ofan við Sæbakka.

          Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar þakkar ábendingarnar og felur forstöðumanni tæknideildar fylgja málinu eftir.

            Málsnúmer 1507064 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Grænhóls - Grjóthólar

            Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Grænhóls, Barðaströnd(139801). Nýstofnuð lóð ber heitið Grjóthólar og er 1,2675ha.

            Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

              Málsnúmer 1508008

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Haga - Tungumúli

              Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Haga, Barðaströnd(139802). Nýstofnuð lóð ber heitir Tungumúli og er 7673m2.

              Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

                Málsnúmer 1508009

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fyrirspurn vegna iðngarða á Patreksfirði

                Fyrirspurn frá Magnúsi Ó. Hanssyni verkefnastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Óskað er eftir upplýsingum um hvar sé hægt að koma fyrir u.þ.b. 1000m2 húsi, helst við hafnarsvæði á Patreksfirði. Skv. þarfagreiningu þarf u.þ.b. 30m athafnarými framan við húsið. Einnig er spurt um hvort sveitarfélagið sé tilbúið að láta fara fram verkfræðilega úttekt á Straumneshúsinu og sömuleiðis hvað það myndi kosta að fjarlægja það.

                Tveim lóðum er enn óúthlutað á hafnarsvæði, hvor um sig leyfir byggingu allt að 650 m2. Skipulags- og umhverfisráð beinir fyrirspurn varðandi Straumneshúsið áfram til bæjarráðs Vesturbyggðar.

                  Málsnúmer 1508023

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Deiliskipulag - Við Brjánslækjarhöfn

                  Tekin fyrir lýsing að deiliskipulagtillögum við Brjánslæk, dagsett 20 ágúst 2015. Um er að ræða tvær deiliskipulagstillögur við Brjánslæk sem settar eru fram í einni lýsingu, unnin af Gingi teiknistofa og egg arkitektar. Samkvæmt lýsingunni eru þetta tvær sjálfstæðar deiliskipulagstillögur annars vegar við Brjánslækjarhöfn og Flókatóftir og hins vegar við Prestsetrið.
                  Lýsing á svæðunum kemur fram í skipulagslýsingunni og er á eftirfarandi hátt:
                  3.1 DEILISKIPULAG - VIÐ BRJÁNSLÆKJARHÖFN OG VIÐ FLÓKATÓFTIR
                  Landið innan afmörkunarlínu skipulagssvæða er í eigu Ríkisins. Svæðinu verður lýst hér í tvennu lagi. Svæðið í kringum höfnina (norðurhluti) er u.þ.b. 3,0 ha að stærð og svæðið í kringum Flókatóftirnar (suðurhluti) er u.þ.b. 3,6 ha að stærð. Heildarstærð skipulagssvæðis alls er því u.þ.b. 6,6 ha.
                  Við Brjánslækjarhöfn er gerð tillaga að nýjum varnargarði u.þ.b. 123 m að lengd og breikkun á núverandi varnargarði. Núverandi flotbryggja fyrir smábáta verður færð frá suðri til norðurs í skjóli við nýjan varnargarð. Gamla ferjubryggjan verður fjarlægð. Í tengslum við ferðaþjónustu og ferjusiglingar er gert ráð fyrir uppbyggingarmöguleika vestan og ofan við núverandi fiskvinnsluhús þar sem sýndur er byggingareitur ásamt bílastæðasvæði. Í framtíðinni getur þá núverandi þjónustu-og afgreiðsluhús fyrir ferjuna fluttst niður fyrir veg. Tillaga gerð að landfyllingu austan við núverandi fiskvinnsluhús með möguleika á viðbyggingu og fyrir stærra athafnasvæði. Rör eða háfur verður reistur fyrir hausaþurrkunarstöðina og skal hæð hans vera ákveðin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða.
                  Við Flókatóftir er gerð tillaga um að þau hús sem nú standa á svæðinu verði fjarlægð þ.e. sumarhúsið og skreiðarhjallurinn Í stað þeirra verður gerð tillaga að byggingareit fyrir litið þjónustuhús, þar sem m.a salernisaðstöðu og áhaldageymslu verður komið fyrir. Bílastæði verða staðsett næst þjónustuhúsi.

                  3.2 DEILISKIPULAG BRJÁNSLÆKUR 1 - VIÐ PRESTSETRIÐ
                  Svæði það sem er innan umrædds deiliskipulagsvæðis er í eigu Ríkisins. Stærð skipulagssvæðis er u.þ.b. 1,5 ha þar sem aðal deiliskipulagssvæðið liggur en heildarsvæðið þar sem göngustígarnir liggja eru alls 6,5 ha.

                  Gerð er tillaga að bæta við nýjum notkunarflokki; Frístundabyggð (F6) - sjá nánar í kafla 2.1.4 á bls. 5, þar sem gerð er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Deiliskipulagstillagan sýnir nýja lóð vestan við prestsetrið með byggingareit fyrir smáhýsi / gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Vinna er í gangi við húsakönnun og eru kirkjan og prestbústaður hluti af þeirri vinnu. Prestbústaðnum verður breytt í sýningarrými og kaffihús. Bílastæði verða gerð í tengslum við sýninguna, kaffihús og smáhýsin. Byggðir verða upp göngustígar sem tengja svæðið við Flókatóftir og höfnina.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna með fyrirvara um samþykki hafnar- og bæjarstjórnar Vesturbyggðar og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til umsagnaraðila og kynna hana skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem deiliskipulagið kallar einnig á breytingu á aðalskipulagi þá er skipulagsfulltrúa falið að setja af stað breytingu á aðalskipulagi.

                    Málsnúmer 1506002 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Skipulagsmál - lokun Bjarkargötu

                    Lagt fram minnisblað frá Helga Pál Pálmasyni sjúkraflutningamanni varðandi lokun Bjarkargötu, en í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 er ekki gert ráð fyrir akstursbraut milli Bjarkargötu og Þórsgötu við Rauða-kross húsið. Á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2015 er gert ráð fyrir fjármunum í lokun götunnar.

                    Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hætt verði við lokun götunnar. Ennfremur leggur ráðið til að hlutinn frá rauðakrosshúsinu að Bjarkargötu verði gerður ökuhæfur á ný.

                      Málsnúmer 1508039

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Hættumatslínur á Bíldudal

                      Lagt fram til kynningar nýtt hættumat vegna ofanflóðahættu við svæði A1 á aðalskipulagi Vesturbyggðar, Bíldudal sem og við fyrirhugað iðnaðarsvæði neðan Hólsgils Bíldudal.

                        Málsnúmer 1309018

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Umsókn um leyfi fyrir auglýsingaskilti, Patreksfirði.

                        Umsókn um byggingarleyfi frá Ferðaþjónustu Vestfjarða ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskiltis 2,5 x 1,2m við plan ofan við kirkjugarð Patreksfjarðar.

                        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið en bendir umsækjenda á að vindasamt sé á svæðinu og að vanda verði vel til uppsetningar skiltisins.

                          Málsnúmer 1508046

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00