Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #14

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. september 2015 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Varðar byggingar og rask í landi Lambavatns Rauðasandi

    Lagt fram bréf frá Valtý og Gunnari Eyjólfssonum, eigendum 2/3 hluta jarðarinnar Lambavatns neðra á Rauðasandi. Gerðar eru athugasemdir við byggingarframkvæmdir sem ráðist hefur verið í á jörðinni af ábúanda jarðarinnar sem jafnframt er eigandi að 1/3 hluta hennar. Framkvæmdir þessar eru án leyfis bréfritara.

    Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

      Málsnúmer 1509009 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sýslum.Vestf. beiðni mum umsögn Skrímslassetur.

      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Félag áhugamanna um stofnun skrímslaseturs kt.580107-1250. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.

        Málsnúmer 1508048

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sýslum.Vestf. beiðni um umsögn vegna Dalbraut 14 Kvasir slf.

        Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um rekstrarleyfis fyrir Kvasir slf. kt.620110-1670. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I, að hámarki 8 gestir.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um að húnæðið uppfylli þær kröfur sem koma fram í 10 gr. reglugerðar nr. 585/2007 .

          Málsnúmer 1508047

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur innkeyrsluhurðum og gönguhurð - Strandgata 1, Bíldudal.

          Erindi frá Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir tveimur innkeyrsluhurðum og einni gönguhurð á suðausturhlið Strandgötu 1, Bíldudal. Erindinu fylgir útlits- og afstöðumynd unnin af Hugsjón dags. 7.09.2015.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

          Guðmundur Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

            Málsnúmer 1509019

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um leyfi fyrir niðurrifi á millibyggingu - milli Salthúss og Smiðju

            Erindi frá GINGA teiknistofu f.h. Byggðastofnunar. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á millibyggingu milli Salthúss og Smiðju sem og endurbyggingu þaks yfir Salthúsi, landnr. 140250. Skráð byggingar ár skv. fasteignaskrá er 1920. Umsókninni fylgja uppdrættir unnir af GINGA teiknistofu dags. 10.09.2015.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu leyfis til niðurrifs með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.

              Málsnúmer 1509011

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um byggingarleyfi - Skýli fyrir kör við vinnsluhús Patreksfirði

              Erindi frá GINGA teiknistofu f.h. Fjarðalax ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir kör við vinnsluhús fyrirtækisins að Patrekshöfn, landnr. 140238. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af GINGA teiknistofu dags. 10.09.2015

              Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir brunahönnun byggingarinnar. Ennfremur þarf að fara fram grenndarkynning þar sem fyrirhuguð viðbygging er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Grenndarkynna þarf fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Málinu er beint áfram til hafnarstjórnar.

                Málsnúmer 1509029 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00