Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #16

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. nóvember 2015 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Nafn á nýja götu milli Strandgötu og Aðalstrætis.

    Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu.

      Málsnúmer 1510083

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Hámarkshraði á Brjánslækjarvegi

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að hámarkshraði við veg 610 niður að Brjánslækjarhöfn verði 30 km/klst.

        Málsnúmer 1511036

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - Skýli fyrir kör við vinnsluhús Patreksfirði

        Tekið fyrir aftur eftir umfjöllun Hafnarstjórnar Vesturbyggðar um málið. Hafnarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og samþykkir þær fyrir sitt leyti.

        Í afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs þann 14.sept s.l. var kallað eftir brunahönnun á fyrirhugaðri húsbyggingu. Þann 1.10.15 bárust umbeðin gögn.

        Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.

          Málsnúmer 1509029 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ósk um staðfestingu á lóðamörkum - Aðalstræti 62.

          Erindi frá Jóhanni Svavarssyni f.h. Aðalstrætis 62 ehf. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu á lóðamörkum Aðalstrætis 62, sem er eignarlóð. Erindinu fylgir greinagerð er lýsir staðháttum o.fl.

          Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og forstöðumanni tæknideildar falið að afla frekari gagna um málið.

            Málsnúmer 1511047 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            5. Skilti við Flókatóftir

            Lagt fram til kynningar erindi frá Minjastofnun vegna uppsetningar skilta og táknræns hliðs við Flókatóftir, Brjánslæk. Skipulags- og byggingarfulltrúi hafði áður heimilað framkvæmdina.

              Málsnúmer 1404052 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00