Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #17

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. desember 2015 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Ósk um staðfestingu á lóðamörkum - Aðalstræti 62.

    Tekið fyrir öðru sinni erindi Jóhanns Svavarssonar f.h. Aðalstrætis 62 ehf. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu á lóðamörkum Aðalstrætis 62, sem er eignarlóð. Erindinu fylgir uppdráttur og greinagerð er lýsir staðháttum o.fl. Jóhann Svavarsson f.h. Aðalstrætis 62 ehf. eftirgefur Vesturbyggð lóð undir svokallaðan efnalaugargrunn af lóð sinni.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og vísar áfram til bæjarstjórnar Vesturbyggðar til staðfestingar.

      Málsnúmer 1511047 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Götunöfn á Patreksfirði.

      Rætt um mögulegar nafnabreytingar á götum innst á Patreksfirði, n.t.t. Aðalstrætið innan við Sigtún þar sem hafa verið breytingar á vegtengingum sem og Aðalstræti innan við Mikladalsá.

        Málsnúmer 1512007

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Framkvæmdaleyfi KLIF 2015

        Borist hefur erindi frá Vesturbyggð dagsett í nóvember 2015 um endurnýjað framkvæmdaleyfi fyrir snjóflóðavarnir fyrir neðan Klif. Fyrra framkvæmdaleyfi hafði áður verið dæmt ógilt.
        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði endurnýjað framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

          Málsnúmer 1501040

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00