Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #21

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. apríl 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Guðmundur V. Magnússon víkur fund undir lið 8 og 9.

    Almenn erindi

    1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Brunnar 4, Patreksfirði. Umsagnarbeiðni.

    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu gistileyfis fyrir Pál Vilhjálmssson að Brunnum 4, Patreksfirði kt.250684-2319, dags. 21.03.16. Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki I, að hámarki 4 gestir.

    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu gistileyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

      Málsnúmer 1603078 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, Stórakrossholt Barðaströnd. Umsagnarbeiðni.

      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu gistileyfis fyrir Móru ehf. að Stórakrossholti, Barðaströnd kt.610410-0300, dags. 21.03.16. Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, að hámarki 12 gestir.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu gistileyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

        Málsnúmer 1603077 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. S.Hermannsson slf. - breytt notun Aðalstrætis 73, fyrirspurn.

        Lagt fram bréf frá Sigurpáli Hermannssyni f.h. S. Hermannsson slf varðandi skráningu og breytta notun á fasteigninni Aðalstræti 73, Patreksfirði.

        Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og óskar eftir frekari upplýsingum um nýtingu lóðarinnar, þegar þær upplýsingar liggja fyrir skal byggingarfulltrúi vinna grenndarkynningu byggða á þeim gögnum.

          Málsnúmer 1603048 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi - Aðalstræti 71

          Erindi frá Þórarni Helga Bergssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsinu að Aðalstræti 71, Patreksfirði. Fyrirhugað er að koma húsinu í upprunalegt horf og er sótt um leyfi til að klæða húsið og breyta gluggum. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af MANSARD teiknistofu dags 29.02.2016.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur Byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1603079

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging og útlitsbreytingar.

            Erindi frá Bjarna Thoroddsen. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsinu að Aðalstræti 67, Patreksfirði.
            Fyrirhugað er að byggja við anddyri hússins og klæða húsið. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni 03.06.2015.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1603081

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal

              Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Bíldudal sem samanstendur af uppdrætti og greinargerð dagsett 11. apríl 2016.
              Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Bíldudalsvegi til austurs, Hólsgili til vesturs og opnum svæðum til norðurs og suðurs. Stærð skipulagssvæðisins er 7,4 ha. Markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
              1. Að svara eftirspurn eftir iðnaðarlóðum á Bíldudal
              2. Ráðgert er að færa steypistöð sem staðsett er á hafnarsvæðinu á Bíldudal og skilgreina lóð fyrir hana í nýju deiliskipulagi.
              3. Að festa í sessi geymslusvæði og gámaplan.
              4. Að fjölga lóðum fyrir hesthús á svæðinu.
              Fyrir liggur fornleifaathugun af svæðinu sem unnin var af Náttúrustofu Vestfjarða og lagt er fram minnisblað þess efnis dagsett 16. mars 2016.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 1203018 6

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging, breytt skipulag o.fl.

                Erindi frá Unnari Þór Böðvarssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á íbúðarhúsinu að Mórudal, Barðaströnd, landnr 221147.
                Fyrirhugað er að byggja við húsið, færa eldhús og bæta við kvist/björgunaropi. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Teiknistofunni ehf., dags 29.03.2016.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                  Málsnúmer 1603087

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um lóð

                  Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Búbíl ehf. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar íbúðarhúsnæðis.

                  Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum félagsins og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.

                    Málsnúmer 1604013 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umsókn - Lager/geymsluhús

                    Fyrirspurn frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf, sótt er um leyfi til að fá að byggja 96m2 (12X8) geymsluhúsnæði að Tjarnarbraut 21a, Bíldudal. Húsið er tæpir 6m á hæð. Ennfremur er sótt um stækkun á lóðinni.

                    Skipulags- og umhverfisráð getur ekki fallist á áform umsækjenda. Ráðinu þykir húsið of hátt og fellur ekki vel að umhverfinu. Bent er á lóð milli Strandötu 10-12 og 13 fyrir hús að þessari stærð.

                      Málsnúmer 1603041 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Vatnslögn í landi Litlu-Eyrar Bíldudal.

                      Tekið fyrir erindi frá Hannesi Bjarnasyni f.h. meirihlutaeigenda Litlu-Eyrar, Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja vatnslögn frá Strengfelli í Bíldudalnum niður í byggðina í Bíldudalnum meðfram Dalbrautinni að Arnarbakka. Lengd lagnar verður um 4 km og sverleiki plastlagnar 90-160 mm. Erindinu fylgir loftmynd af fyrirhugaðri legu lagnarinnar unnin af Verkís. Vatnið er ætlað til notkunar fyrir jarðvarmadælur í byggðarlaginu Bíldudal skv. bréfritara. Erindið hafði áður verið tekið fyrir hjá skipulags- og umhverfisráði þann 22.febrúar s.l., og frekari gagna óskað.

                      Skipulags- og umhverfisráð fellst á að framkvæmdin sé minniháttar og samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu lagnarinnar í heild þegar framkvæmd er lokið.

                        Málsnúmer 1602011 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00