Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #26

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. september 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Varðar aðgengi að Engjum 1-4 bréf frá eigendum

    Erindi frá eigendum húsanna að Engjum 1-4, Patreksfirði. Í erindinu er þess óskað að vegur sem liggur frá fiskihjöllunum að Engjum verði kláraður þar sem brekkan upp að húsunum er illfær yfir sumartímann og algerlega ófær yfir vetrartímann, myndi þessi aðgerð auka notagildi húsanna umtalsvert skv. bréfritara.

    Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 1608017

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Athugasemd vegna hraðahindrunar, Bíldudal.

      Erindi frá Magnúsi B. Óskarssyni, eigenda Dalbrautar 50, Bíldudal. Í erindinu er þess óskað að hraðahindrun sem staðsett er á Dalbraut neðan við húsið verði fjarlægð, en hraðahindrunin veldur skv. bréfritara miklu ónæði og víbringi í húsinu. Bréfritari tekur fram að hann hafi oft orðið vitni að hraðakstri inn í þorpið og styðji því heilshugar að eitthvað sé gert í málinu, en að þessi krappa bunga sé ekki að virka og gæti jafnvel valdið skaðabótamáli vegna skemmda á húsinu verði ekkert að gert. Þess er óskað að aðhafst verði í málinu sem fyrst.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að láta fjarlægja hraðahindrunina og felur forstöðumanni tæknideildar að vinna að tillögum til að ná niður umferðarhraða á Dalbrautinni í samráði við Vegagerðina. Vegagerðin hafði áður samþykkt þessar hraðahindranir gegn því að þær yrðu teknar niður yfir veturmánuðina, en skv. Vegagerðinni þá torvelda þær snjómokstur á Dalbrautinni.

        Málsnúmer 1609022

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Frárennslis- og lóðamál að Dalbraut 14, Bíldudal.

        Erindi frá Þuríði Ó. Hjálmtýsdóttur, eigenda húseignarinnar að Dalbraut 14, Bíldudal. Erindið er þrískipt, í fyrsta lagi er þess óskað að sveitarfélagið kosti framkvæmdir við að beina ofanvatni/regnvatni í drenskurð milli húsanna að Dalbraut 12 og 14, en sökum hæðarmismunar á húsunum leitar allt vatn inn á lóðina að Dalbraut 14. Einnig kemur fram í erindinu að fyrri eigandi að Dalbraut 12 hafi lagt rör úr þakniðurfalli yfir á lóð Dalbrautar 14.

        Í öðru lagi er þess óskað að samtali eigi sér stað við sveitarfélagið um afmörkun lóðarinnar, en skv. bréfritara liggur lóðin að ofanverðu nálægt skúr sem fylgir húseigninni að Dalbraut 16, til stendur að jafna út lóðina ofan við Dalbraut 14 til að ná fram betri nýtingu á lóðinni.

        Í þriðja lagi er þess óskað að bæjarfélagið komi til móts við bréfritara um að leggja bílastæði upp í lóðina að Dalbraut 14. Bréfritari leggur til að hún leggi til lóðina undir bílastæðin en sveitarfélagið kosti framkvæmdina, og að hagur sveitarfélagsins lægi í því að fá bílana af götunni.

        Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að skoða vatnsvandamál ofan við húsin og kynna fyrir ráðinu. Ennfremur felur ráðið forstöðumanni tæknideildar að merkja út núverandi lóð og ræða við lóðarhafa um ósk um breytingu á lóðarmörkum.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að lóðarhafi setji bílastæði upp í lóðina en beinir ákvörðun um að sveitarfélagið kosti framkvæmdina til bæjarráðs.

          Málsnúmer 1609033

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi

          Erindi frá Guðbjarti Ólafssyni f.h. Eggerts Björnssonar, eigenda að Mikladalsvegi 5, Patreksfirði. Sótt er um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á húsinu að Mikladalsvegi 5, en húsið fauk í óveðri s.l. vetur. Áætlað er að byggja húsið í sem næst upprunalegri mynd, en húsið var byggt árið 1900. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Guðbjarti Ólafssyni, dags. 23.08.2016.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1609042

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um byggingarleyfi - viðbygging

            Erindi frá Gísla G. Gunnarssyni f.h. húseigenda að Mórudal, landnr 136826. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhúsið í Mórudal. Sótt er um leyfi til að byggja 27,4m2 viðbyggingu við húsið úr timbri. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofunni Kvarða, dags. 12.júlí 2016.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1609041

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsagnarbeiðni - Ferðaþjónustan Örlygshöfn.

              Lagt fram bréf, dags. 12.02.2016, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II fyrir Ferðaþjónustuna Örlygshöfn, kt.661000-2010, Örlygshöfn, 451 Vesturbyggð. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 19 gesti. Uppdrættir bárust 13.09.2016.

              Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis sé húsnæðið í samræmi við samþykkta uppdrætti og felur byggingarfulltrúa að ganga úr skugga um að svo sé.

                Málsnúmer 1609045

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Stækkun heimtaugar Bíldudalshöfn, staðsetning spennis o.fl.

                Erindi frá Orkubú Vestfjarða. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður spenni við núverandi þjónustubyggingu á milla hafna á Bíldudal. Einnig er sótt um samþykki fyrir lagnaleið frá spennistöð að hafnarkanti í spenninn.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

                  Málsnúmer 1609044

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um lóð ofan við Skrímslasetur.

                  Erindi frá Arnari Guðmundssyni f.h. óstofnaðs félags. Sótt er um lóðina fyrir ofan Skrímslasetrið á Bíldudal, svokallað Hólatún. Sótt er um lóðina með það í huga að reisa 7-10 smáhýsi til skammtímaleigu til ferðafólks og annarra ótilgreindra gesta. Meiningin er að styðja við ferðaþjónustu með tilkomu þessarra húsa og ekki síst til að styðja við rekstur Skrímslasetursins. Erindinu fylgja teikningar sem sýna hugmyndir af því hvernig húsin gætu komið á túnið en þessi hús eru 4x6 metrar og verönd nær 1,5 metra fram frá húsinu. Bílastæði yrðu svo við Kirkjuveg.

                  Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á grundvelli þess að notkunin samræmist ekki skilmálum aðalskipulags Vesturbyggðar 2006-2018.

                    Málsnúmer 1609043 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umsókn um æfingarsvæði til iðkunar skotíþrótta.

                    Erindi frá Skotíþróttafélagi Vestfjarða. Í erindinu er sótt um æfingarsvæði til iðkunar skotíþrótta í Mikladal. Riffilbraut myndi snúa upp dalinn og þannig myndu dalsbrekkurnar mynda náttúrulegan bakenda brautarinnar. Til verndar þjóðveginum þyrfti að reisa manir til að tryggja hindrað útsýni frá skotlúgum riffilhúss að þjóðvegi og gera þannig ómögulegt að skotið yrði í þá átt.

                    Skv. Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 er svæðið skilgreint sem óbyggt svæði, svæðið liggur að mörkum vatnsverndarsvæði vatnsbóls Patreksfjarðar í Mikladal.

                    Á fundinn mætti Ólafur Byron Kristjánsson f.h. Skotíþróttafélags Vestfjarða og kynnti mögulegt fyrirkomulag skotíþróttasvæðisins

                    Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, felur skipulagsfulltrúa að skoða málið betur. Málinu frestað.

                      Málsnúmer 1609046

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal.

                      Tekið fyrir erindi Fjölsviðs, dagsett 22. September 2016 er varðar breytingu á deiliskipulagi af Bíldudalshöfn. Breytingin er sett fram á uppdrætti dags. 22. september 2016 og breytingin felur í sér að felld er niður lóð við Hafnarteig 1 og henni breytt í opið svæði.

                      Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi af Bíldudalshöfn 2013 skv. 32. mgr. 4. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

                        Málsnúmer 1609052

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30