Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #95

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. maí 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Móra ehf. Umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Móru ehf. ódags. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur gámum við Krossholt-Móru, landnr. 221595. Umsókninni fylgir teikning sem sýnir staðsetningu og uppröðun gámanna.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum frá umsækjenda um nýtingu gámanna og áform á lóðinni.

    Málsnúmer 2205018 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Balar 2, umsókn um byggingaráform.

    Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform vegna Bala 2 á Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt með auglýsingu frá 22. mars til 22. apríl 2022.

    Alls bárust sex athugasemdir við auglýsingu grenndarkynningar sem beindust aðallega að miklu byggingarmagni á reitnum.

    Í ljósi framkominna athugasemda og umfangs verkefnisins fer skipulags- og umhverfisráð fram á að framkvæmdaraðili ráðist í gerð deiliskipulags fyrir reitinn þar sem umfang verði minnkað og íbúðum fækkað frá grenndarkynningu.

      Málsnúmer 2203041 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur

      Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Málsnúmer 2205020 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Dalbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi

        Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.

        Erindi frá M11 arkitektum f.h. Búbíl ehf, dags. 05.05.2022. Í erindinu er sótt um samþykki fyrir byggingaráformum vegna viðbyggingar við Dalbraut 1 á Bíldudal ásamt breyttu innra skipulagi og útlitsbreytingum. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 arkitektum dags. 05.05.2022.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna áformin. Grenndarkynna skal áformin fyrir Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.

        Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.

          Málsnúmer 2205024 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

          Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 24. mars 2022. Í erindinu er óskað umsagnar um könnun á matsskyldu vegna ofanflóðavarna ofan Bíldudals, Stekkjargil/Gilsbakki og Milligil.

          Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.

            Málsnúmer 2010046 8

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35