Brjáns­lækj­ar­höfn

Brjáns­lækur er utar­lega í vest­an­verðum Vatns­firði við Breiða­fjörð í Vest­ur­byggð. Breiða­fjarð­ar­ferjan Baldur siglir samkvæmt áætlun á Brjánslæk frá Stykk­is­hólmi yfir Breiða­fjörð með viðkomu í Flatey.

Á höfn­inni er lönd­un­ar­krani ásamt flot­bryggju fyrir smábáta, þá er olíu­af­greiðsla á höfn­inni. Á árinu 2022 er áformað að byggja nýjan fyrir­stöð­u­garð innan við núver­andi aðstöðu og koma upp nýrri flot­byggju.