Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Arnarlax - Verk­stjóri óskast

Arnarlax er leið­andi laxeld­is­fyr­ir­tæki á Íslandi. Starfs­menn eru um það bil 110 talsins og er fyrir­tækið með starf­semi á Vest­fjörðum og í Hafnar­firði. Við erum samþætt fyrir­tæki og störfum á öllum stigum virð­iskeðj­unnar með okkar eigin seiða­fram­leiðslu, sjóeldi, slát­urhús og sölu­deild. Arnarlax fram­leiddi 11.000 tonn af laxi á árinu 2020 og er að auka magnið frá ári til árs. Okkar fram­tíð­arsýn er að fram­leiða sjálf­bæran íslenskan lax frá Vest­fjörðum.


Skrifað: 25. febrúar 2021

Starfsauglýsingar

Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af báðum kynjum og ýmsum þjóðernum og nú viljum við bæta enn frekar í liðsheildina okkar. Vegna aukinna umsvifa óskum við nú eftir að ráða til okkar liðsauka í verkstjórateymi okkar í vaktavinnu í laxasláturhús okkar á Bíldudal. Verkstjórateymið samanstendur af sex manns sem heyrir undir framleiðslulstjóra fyrirtæksins, verkstjóri hjá Arnarlaxi þarf að geta gengið í flest störf eftir þörfum.

Ferilskrá og listi yfir meðmælendur óskast send með umsókn.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áreiðanleiki, dugnaður og nákvæmni
  • Geta unnið undir álagi
  • Stundvísi og jákvætt viðmót
  • Tala íslensku og ensku
  • Reynsla af verkstjórn
  • Reynsla af Innova framleiðslukerfi Marel mikill kostur
  • Reynsla af gæðaeftirliti kostur
  • Lyftararéttindi er kostur

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn verkstjórn
  • Almennt gæðaeftirlit
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra vinnslu, Hannibal Hafberg á netfangið hannibal@arnarlax.is