Opinn viðtalstími ráðherra 8. nóvember
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína í Vesturbyggð í dag miðvikudaginn 8. nóvember
Skrifað: 8. nóvember 2023
Þegar ráðherra staðsetur skrifstofu sína utan Reykjavíkur þá býður hún í opna viðtalstíma þar sem öllum áhugasömum gefst tækifæri til að eiga stutt, milliliðalaust spjall við ráðherra um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Opinn viðtalstími verður í Ráðhúsinu á Patreksfirði kl. 16-17 í dag, miðvikudag 8.nóvember.
