Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Blús milli fjalls og fjöru

Á næstu helgi verður Blús­há­tíðin „Blús milli fjalls og fjöru“ haldin á Patreks­firði, en þar munu hljóm­sveit­irnar Snigla­bandið og Kentár koma fram, ásamt Mugison blús­bandi. Hátíðin er haldin í Félags­heimili Patreks­fjarðar.

 


Skrifað: 29. ágúst 2018

Auglýsingar

Föstudaginn 31. ágúst stígur Sniglabandið á svið með 10 manna band og flytur tónlist af kveðjutónleikum The Band árið 1978 sem nefndir voru The last Waltz.  

Laugardaginn 1. september leika tvær hljómsveitir, sú fyrri er Kentár sem stofnuð var af ungum strákum árið 1976 og starfaði í u.þ.b 12 ár. Nú ætla þeir að setja bandið saman á ný og koma fram eftir 30 ára hlé. Seinni hljómsveitin er Mugison Blúsband. Mugison þarf ekki að kynna á Vestfjörðum, hann hefur margoft glatt Vestirðinga og aðra landsmenn með tónlist sinni, en Mugison er mikill áhugamaður um blústónlist.

Miðasala er hafin á miði.is og er miðaverð 3.500 kr. hvort kvöldið.

Segja má að allur bærinn taki þátt í hátíðarhöldunum, en í tilefni hátíðarinnar verða tilboð á veitingastaðnum Fjalli og fjöru, sem er staðsettur á Fosshóteli. Fjölval verslun er með sérhannaða Blús boli til sölu og fimmtudagskvöldið 30. ágúst verður hitað upp fyrir Blúshátíðina með Tónlistar Quiz á Húsinu.