Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyt­ingar á aðal­skipu­lagi - Melanes

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftir­far­andi breyt­ingu á aðal­skipu­lagi:
Aðal­skipulag Vest­ur­byggðar 2006-2018 – Melanes ferða­þjón­usta.

 


Skrifað: 4. október 2019

Skipulög í auglýsingu

Auglýst er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 í landi Melaness á Rauðasandi.

Um er að ræða breytta landnotkun frá landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði (V11) á jörðinni Melanesi við Rauðasand. Breyting verður gerð á sveitarfélagsuppdrætti og svæðið markað gulum hring, þar sem það er undir 5 ha að flatarmáli, einum lið verður einnig bætt í töflu verslunar og þjónustu í greinargerð skipulagsins. Einnig er vatnsból og verndarsvæði þess skilgreint á uppdrætti skipulagsbreytingarinnar.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

Deiliskipulag-Melanes ferðaþjónusta.

Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha svæði innan jarðarinnar Melanes við Rauðasand í Vesturbyggð. Til stendur að skipta út fjórum lóðum og skipuleggja undir ferðaþjónustu, bæði frístundahús og smáhýsi til útleigu auk þjónustuhúss.

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með föstudeginum 4. október til 19. nóvember 2018.
Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 18. nóvember 2019.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300