Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Breyt­ingar á sorp­málum

Nú um áramótin tóku gildi ný laga­ákvæði í lögum um meðhöndlun úrgangs og nefnd í daglegu tali hringrás­ar­hag­kerfi og ber sveit­ar­fé­lögum á Íslandi að innleiða það hvert fyrir sig.  Undir­bún­ingur hefur verið í gangi undan­farin ár og heldur verk­efnið áfram að þróast á árinu 2023. Það sem hefur hvað mest áhrif á íbúa er þátt­taka íbúa í kostnaði, skylda heimila til flokk­unar úrgangs og innheimta gjalda af heim­ilum fyrir meðhöndlun úrgangs. 


Skrifað: 30. janúar 2023

Fréttir

Fyrir tæpum tveimur árum gerði Vesturbyggð nýjan þjónustusamning vegna sorphirðu í sveitarfélaginu og tók upp það flokkunarkerfi sem nú er skylt að flokka eftir. Flokkarnir sem skulu vera við íbúðarhús eru pappír og pappi, plast, lífúrgangur (matarleifar og smár garðaúrgangur) og blandaður úrgangur. Málmar, gler og annar úrgangur skilast  á gámavellina. 

 

Flokkunartafla - Pappír og pappi

Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins við meðhöndlun úrgangs á árinu er 79 milljónir króna. Samkvæmt hinum nýju lögum ber Vesturbyggð að innheimta gjald af fasteignum sem er næst raunkostnaði viðkomandi þjónustu og taka upp kerfið Borgað þegar hent er. Af þeim sökum hækkar álagning sveitarfélagsins á íbúa um u.þ.b. 50% milli áranna 2022 og 2023. 

Starfsmenn sveitarfélagsins vinna nú að því að taka upp nýtt innheimtukerfi sem fellur að Borgað þegar hent er verkefninu. Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt ný gjaldskrá, til að uppfylla ákvæði laganna, auk þess sem nýjum samþykktum um meðhöndlun úrgangs var vísað til annarrar umræðu. Gjaldskráin skiptist annars vegar í fast gjald sem ætlað er að standa undir rekstri grenndar-, söfnunar og móttökustöðvar auk annars fasts kostnaðar og hins vegar breytilegt gjald fyrir heimili vegna sorpíláta, ekki sorphirðu og sorpeyðingu eins og hefur verið hingað til. Gjaldið verður innheimt með fasteignagjöldum sem fyrr. Þau ílát eiga alla jafna að vera við heimili í þéttbýli eru 240 lítra ílát fyrir blandaðan heimilisúrgang, 240 lítra ílát fyrir pappa og innra hólf fyrir plast auk 120 lítra ílát fyrir lífúrgang frá heimilum

Fasteignagjöld
Fasteignaskattur - almennt húsnæði 0,550%
Fasteignaskattur - opinberar stofnanir 1,320%
Fasteignaskattur - aðrar eignir 1,650%
Vatnsgjald - almennt húsnæði 0,280%
Vatnsgjald - aðrar eignir 0,500%
Fráveitugjald - almennt húsnæði 0,280%
Fráveitugjald - aðrar eignir 0,500%
Lóðarleiga - almennt húsnæði 1,000%
Lóðarleiga - aðrar eignir 3,750%
Landverð 2%
Elli- og örorkulífeyrisþegar - Tekjumörk vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds
Einstaklingur
100% lækkun - tekjuviðmiðun I tekjur að 4.990.724 kr.
70% lækkun - tekjuviðmiðun II tekjur að 6.295.215 kr.
0% lækkun - tekjuviðmiðun III tekjur frá 6.295.216 kr.
Hjón/sambýlingar
100% lækkun - tekjuviðmiðun I tekjur að 6.930.510 kr.
70% lækkun - tekjuviðmiðun II tekjur að 8.813.799 kr.
0% lækkun - tekjuviðmiðun III tekjur frá 8.813.800 kr.
11 gjalddagar fasteignagjalda á ári - fyrsti gjalddagi er 1.febrúar

Búið er að kortleggja þau sorpílát sem eru við heimilin í Vesturbyggð. Árið 2023 verður síðan notað til að þróa þá möguleika sem íbúar munu hafa varðandi stærð og fjölda íláta við hverja fasteign og getur innheimtan því orðið mismunandi milli heimila eftir umfangi sorpíláta.  

Á næstu vikum mun Vesturbyggð, í samstarfi við Kubb, standa fyrir fundum þar sem farið verður yfir það hvernig við eigum að bera okkur að við flokkun úrgangs, hvað verður um úrganginn og gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem hafa tekið gildi. Með fundunum viljum við jafnframt ná fram samtali og samráði við íbúa um meðferð úrgangs í sveitarfélaginu, um hvernig við getum staðið saman að því að minnka úrgang frá svæðinu, auka endurvinnslu og endurnýtingu og lækka kostnað svo dæmi séu tekin.   

Við hvetjum íbúa til að kynna sér ítarlega hvernig beri að flokka og mæta á íbúafundi þar sem m.a. verður frætt um hvernig skuli flokka úrgang. Með betri flokkun munum við skila jörðinni okkar betur til afkomenda okkar.