Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Dagskrár­gerð fyrir Landann

Skemmti­leg­asta starf landans laust til umsóknar.

Ríkis­út­varpið ohf auglýsir eftir dagskrár­gerð­ar­mann­eskju til að starfa í frábæru sjón­varps­teymi Landans.


Skrifað: 27. apríl 2023

Starfsauglýsingar

Starfið er skilgreint án staðsetningar og við hvetjum fólk af öllu landinu til að sækja um.

Við leitum að forvitnum og sköpunarglöðum einstaklingi sem hefur áhuga á fólki, býr yfir góðri færni í samvinnu og löngun til að ferðast um landið vítt og breitt.

Viðkomandi má gjarnan búa yfir afdalaþokka, vera kunnug/ur/t staðháttum sem víðast og hafa reynslu af dagskrárgerð sem er þó ekki skilyrði.

Æskilegt er að áhugasamir umsækjendur geti hafið störf snemma sumars en það er umsemjanlegt.

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2023

Nánari upplýsingar veitir Gísli Einarsson (gisli.einarsson@ruv.is).

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2023.

Sótt er um starfið á ráðningarvef RÚV.

Umsóknum fylgi ferilskrá og stutt myndbandsupptaka þar sem umsækjandi gerir grein fyrir kostum sínum og hæfni til að gegna starfinu.

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða starfsgetu.