Dagur leikskólans
Haldið var upp á dag leikskólans í leikskólum Vesturbyggðar í dag þann 6. febrúar.
Skrifað: 6. febrúar 2019
Leikskólinn Tjarnarbrekka á Bíldudal var með myndlistarsýningu í tilefni dagsins þar sem þemað var “Risaeðluþema”.
Í leikskólanum Arakletti á Patreksfirði fengu nemendur andlitsmálningu, horft var á bíómynd og borðað poppkorn. Einnig bauð matráður upp á smákökur í tilefni dagsins.