Hoppa yfir valmynd

Deili­skipulag Brjáns­lækur, Brjáns­lækj­ar­höfn og Flókatóftir

Samþykkt deili­skipu­lags Brjáns­lækjar, Brjáns­lækj­ar­hafnar og Flókatófta.


Skrifað: 15. september 2022

Auglýsingar, Skipulög í auglýsingu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 20. apríl 2022 deiliskipulag Brjánslækjar, Brjánslækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust en umsagnir leiddu til efnislegra breytinga á tillögunni sem fólust einna helst í breytingum varðandi minjar innan skipulagssvæðisins.

Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulags- eða byggingarfulltrúa Vesturbyggðar.