Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Fisk­vinnslan Oddi hf. á Patreks­firði - Lausar stöður

Oddi hf. er fram­leið­andi á frystum, ferskum og sölt­uðum afurðum og er fyrir­tækið þekkt á mörk­uðum hér heima og erlendis fyrir gæða­fram­leiðslu og góða vöru.


Skrifað: 25. febrúar 2021

Starfsauglýsingar

Oddi hf. vinnur úr um 5000 tonnum af hráefni á ársgrundvelli sem skiptist í um 4200 tonn af þorski, 380 tonn af steinbít, 350 tonn af ýsu og 140 tonn af löngu.  Rúmlega 62% af því hráefni sem Oddi hf. vinnur úr kemur frá eigin skipum, Núpi BA-69 og Patreki BA 64. og u.þ.b. 11% koma af fiskmörkuðum og 27% af viðskiptabátum sem eru aðallega krókabátar.

Tæknimaður

Umsjón með fiskvinnsluvélum í fiskvinnslu

    Helstu verkefni og ábyrgð

    • Umsjón með fiskvinnsluvélum, Baader, Curio
    • Umsjón með vélum frá Marel, flæðilína, flokkarar,Flexicut, laxaflökunarvél
    • Almenn vélvirkja störf
    • Samskipti við framleiðendur véla

    Menntunar- og hæfniskröfur

    • Rafvirki/rafeindavirki
    • Vélvirki
    • Hæfni í mannlegum samskiptum
    • Reynsla af Marel tæknibúnaði er kostur
    • Mikil reynsla er kostur

    Starfsmaður í snyrtingu og pökkun

    Óskum eftir að ráða starfsmann í snyrtingu og pökkun í fiskvinnslu

      Helstu verkefni

      • Snyrting flaka
      • Pökkun
      • Vinna við lausfrystingu og önnur tilfallandi störf í fiskvinnslu

      Hæfniskröfur

      • Reynsla í fiskvinnslu

      Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021

      Nánari upplýsingar um starfið veitir Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri síma 450 2100 eða á netfangið skjoldur@oddihf.is