Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Grunn­skóla­kennari óskast við Bíldu­dals­skóla

Viltu vera hluti af metn­að­ar­fullum starfs­manna­hópi þar sem skap­andi og fjöl­breyttir kennslu­hættir eru í fyrir­rúmi? Bíldu­dals­skóli er samrekinn leik – og grunn­skóli með tvær starfs­stöðvar á Bíldudal, Vest­ur­byggð; Bíldu­dals­skóla og leik­skólann Tjarn­ar­brekku.


Skrifað: 13. september 2022

Starfsauglýsingar

Einkunnarorð skólans eru: samskipti – samvinna – sköpun

Bíldudalsskóli leitar að áhugasömum og fjölhæfum kennara sem getur kennt þvert á skólastig. Kennara sem hefur áhuga á að taka þátt í gróskumiklu skólastarfi þar sem faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina og grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfinu. Bíldudalsskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna, vaxtarhugarfar og leiðsagnarnám.

Um er að ræða 50 – 70% starf.

Hæfniskröfur

  • Hefur reynslu sem kennari á leik-, grunn-, eða framhaldsskólastigi
  • Hefur leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Hefur reynslu og áhuga á að starfa með börnum á leik- og grunnskólastigi
  • Er lipur í samskiptum, sýnir jákvæðni og sveigjanleika í starfi
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra, fagaðila og yfirmann
  • Hefur faglegan metnað
  • Sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Býr yfir færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum
  • Er stundvís og þolinmóður

Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022

Frekari upplýsingar um starfið gefur Elsa Ísfold Arnórsdóttir, skólastjóri/leikskólastjóri í síma 450 2333 og 699 3422, netfang elsa@vesturbyggd.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Bíldudalsskóli skólastjóri

LRR

Lilja Rut Rúnarsdóttir liljarut@vesturbyggd.is / 450 2333