Hoppa yfir valmynd

Íbúa­fundur í Reyk­hóla­hreppi á miðvikudag

Miðviku­daginn 9. janúar heldur Vega­gerðin íbúa­fund í Reyk­hóla­hreppi til að upplýsa íbúa hreppsins og aðra íbúa sem nýta Vest­fjarðaveg (60) um afstöðuna til vegalagn­ingar um Gufu­dals­sveit eða um þann kafla sem eftir er á sunn­an­verðum Vest­fjörðum og deilur hafa staðið um nú um langa hríð.


Skrifað: 7. janúar 2019

Fréttir

Fundurinn verður haldinn í Reykhólaskóla á Reykhólum kl. 16:30 og kynnir Vegagerðin vinnu sína og sjónarmið varðandi þetta mál og ástæður fyrir niðurstöðu stofnunarinnar á  vali á veglínu milli Bjarkalundar og Skálaness