Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íslensku­nám­skeið á Patreks­firði

Þriðju­daginn 16. október hefst íslensku­nám­skeið á vegum Fræðslumið­stöðvar Vest­fjarða á Patreks­firði. Kennt er þriðju­daga og fimmtu­daga kl. 19-21.


Skrifað: 12. október 2018

Auglýsingar

Námskeiðið tekur mið af kunnáttu þeirra sem skrá sig og verður kennslan einstaklingsmiðið þannig að þátttakendur geta verið á ólíku getustigi. Lögð er áhersla á tjáningu og skilning og stuðst við námskrá menntamálaráðuneytisins.

Námskeiðið hefst á kynningarfundi þar sem farið verður yfir hvar þátttakendur eru staddir í málakunnáttunni.

Kennari: Rut Einarsdóttir.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19-21. Kynningarfundur þriðjudaginn 16. októberber kl. 19.
Lengd: 30 kennslustundir (10 skipti).
Staður: Patreksskóli
Verð: 27.000. kr.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu