Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Íþrótta­kennari við Patreks­skóla

Leitað er að íþrótta­kennara við Patreks­skóla á Patreks­firði.


Skrifað: 31. október 2019

Starfsauglýsingar

Patreksskóli er heildstæður 10 bekkja grunnskóli með 100 nemendum og nýrri leikskóladeild. Þar starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks sem vinnur að vellíðan nemenda og að hver fái að stunda nám á eigin forsendum. Íþróttalíf er mikið og fjölbreytt og margir möguleikar fyrir öflugan íþróttakennara. Íþróttaaðstaða er mjög góð, í stóru íþróttahúsi með sundlaug.

Íþróttakennari

  • Hefur yfirsýn með skólasókn nemenda í viðkomandi námsgrein
  • Skráir á Mentor allt sem viðkemur hans sérgrein
  • Er tengiliður við umsjónarkennara
  • Er tengiliður fagsins við skólastjóra

Hæfniskröfur

  • Hefur lokið íþróttakennaraprófi
  • Hefur ánægju af að starfa með börnum og unglingum
  • Er lipur í samskiptum
  • Getur tileinkað sér skólastefnu Grunnskóla Vesturbyggðar, s.s. Uppeldi til ábyrgðar o.fl
  • Er góður skipuleggjandi
  • Getur starfað með íþr.kennurum annarra skóla s.s. á sameiginlegum starfsdögum/íþr.dögum nemenda

Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2019

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda á netfangið gustaf@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – íþróttakennari, eða með bréfpósti:
Vesturbyggð
Aðalstræti 75
450 Patreksfjörður