Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tíma­móta­tón­leikar – Jón Kr. Ólafsson í 60 ár

Jón Kr. Ólafsson, dægu­laga­söngvari frá Bíldudal á 60 ára sviðsaf­mæli um þessar mundir. Af því tilefni verða tónleikar í hátíð­arsal FÍH, Rauða­gerði 27 í Reykjavík, föstu­daginn 15. febrúar kl. 20:30.


Skrifað: 24. janúar 2019

Auglýsingar

Jón Kr. er ljóðasöngvari af guðs náð og hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugi við góðar undirtektir. Á tónleikunum verða fluttar klassískar söngperlur og dægurlög sem Jón Kr. hefur sungið í gegnum tíðina.

Auk Jóns mun hópur glæsilegra sönvara koma fram en það eru þau Ingimar Oddsson, Kristján Jóhannsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Geir Ólafsson, Gunnar Björn Jónsson, Guðmundur Karl Eiríksson, Anna Sigríður Helgadóttir og Hlöðver Sigurðsson.

Hljómsveitina skipa Pétur Valgard Pétursson gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Tómas Guðni Eggertsson píanó og Matthías Stefánsson fiðla. Kynnir verður Anna Sigríður Einarsdóttir.