Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Kvennafrí 2018

Miðviku­daginn 24. október munu konur víðs­vegar um landið leggja niður störf kl. 14:55. Vest­ur­byggð hvetur því forráða­menn til að sækja börn sín í frístund og leik­skóla fyrir klukkan 14:55.


Skrifað: 23. október 2018

Fréttir

Á vef viðburðarins, www.kvennafri.is, segir meðal annars:

„Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.“

Í tilefni dagsins ætla konur á Bíldudal að hittast á Vegamótum kl. 15:00.

Á Patreksfirði verður boðið upp á vöfflur og kaffi í Húsinu – Creative Space kl. 15:00