Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Laus störf hjá Arctic Fish

Arctic Fish fram­leiðir hágæða lax í seiða­eld­is­stöð í Tálkna­firði og sjókvíum á Vest­fjörðum. Mark­miðið er að halda áfram að fjár­festa og byggja upp sjálf­bæran og arðbæran rekstur, þar sem að eldið er í sátt við samfé­lagið og umhverfið. Arctic Fish telur að lykillinn að velgengni fyrir­tæk­isins muni byggja á öflugu starfs­fólki sem leggur metnað sinn í að bjóða besta mögu­lega lax frá Íslandi.


Skrifað: 17. mars 2021

Starfsauglýsingar

Arctic Fish samanstendur af Arctic Fish, Arctic Sea Farm, Arctic Smolt og Arctic Odda. Arctic Fish sér um eftirlit og stjórnun fyrirtækjanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Ísafirði.

Sérfræðingur í fjármáladeild

Viðkomandi mun heyra undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Starfshlutfall getur verið sveigjanlegt 50-100%. Arctic Fish er með starfsstöðvar í Tálknafirði, Vesturbyggð og í Ísafjarðarbæ. Umræddu starfi er hægt að sinna frá öllum þessum starfsstöðvum.

Helstu verkefni:

  • Skipulag á móttöku reikninga fyrir stórar verklegar framkvæmdir
  • Skipuleggja og halda utan um rafrænar samþykktir reikninga hjá tilgreindum samþykktaraðilum
  • Færsla bókhalds í bókhaldskerfi eftir að samþykktum er lokið
  • Skýrslugerð úr bókhaldi og samþykktarkerfi
  • Samráð við mismunandi verkefnisstjóra og verkstjóra varðandi kostnaðareftirlit í stærri verkefnum og undirverkum
  • Samskipti við birgja um reikninga og uppgjör
  • Önnur almenn bókhalds og skýrslugerð tengd sérverkefnum

Leitað er að einstaklingi með eftirfarandi hæfni:

  • Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist við verkefnið
  • Viðeigandi starfsreynsla úr bókhaldi eða verkbókhaldi getur líka komið til greina
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð eru nauðsynlegir kostir
  • Reynsla af kostnaðareftirliti í stórum verklegum framkvæmdum er kostur
  • Framúrskarandi Excel kunnátta þ.m.t. Pivot og Powerpivot er kostur
  • Hæfni til að skrifa skýrslur og greiningar á ensku og íslensku
  • Þekking á Power BI er kostur
  • Góð tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Neil Shiran Þórisson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 831 5300.

Mannauðs- og öryggisstjóri

Viðkomandi mun heyra undir forstjóra fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða en það er ekki krafa. Gera þarf ráð fyrir ferðalögum innan Vestfjarða vegna vinnu. Arctic Fish er með starfsstöðvar í Tálknafirði, Vesturbyggð og í Ísafjarðarbæ. Umræddu starfi er hægt að sinna frá öllum þessum starfsstöðvum.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur með það að markmiði að auka gæði mannauðsmála
  • Ábyrgð og umsjón með nýráðningum
  • Ábyrgð, framkvæmd og eftirfylgni með umbótaverkefnum í mannauðsmálum
  • Ábyrgð á innleiðingu á stefnum og verkferlum í mannauðsmálum
  • Ábyrgð á árangursmælingum og greiningum í mannauðsmálum
  • Ábyrgð á innri markaðsmálum og upplýsingagjöf til starfsmanna
  • Ábyrgð á verkefnum sem stuðla að jákvæðum starfsanda og góðri vinnustaðamenningu
  • Framkvæmd og eftirfylgni með öryggisstöðlum fyrirtækisins og gerð og innleiðing nýrra staðla
  • Öryggisfulltrúi við nýframkvæmdir félagins

Leitað er að einstaklingi með eftirfarandi hæfni:

  • Þekking og reynsla af mannauðsmálum
  • Þekking og reynsla af því að vinna í stöðluðu umhverfi
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og metnaður til að skila góðu starfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Stundvísi, áreiðanleiki og áhugi á verkefninu
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af fiskeldi er kostur

Nánari upplýsingar veitir Daníel Jakobsson í síma 820 6827.

Verkefnastjóri byggingarframkvæmdar

Arctic Fish er að fara að stækka seiðaeldisstöðina í Norðurbotni, Tálknafirði. Um er að ræða 5.000 m2 byggingu með 8.000 m3 af kerjum. Byggingarframkvæmdir hefjast vorið 2021. Leitað er að verkefnastjóra sem verður á staðnum og hefur yfirumsjón með framkvæmdum, áætlunargerð og skipulagningu verkefnisins. Viðkomandi mun leiða saman ýmsa aðila til að tryggja skilvirka hönnun sem tryggir árangursríkra framleiðslu á hágæða seiðum.

Helstu verkefni:

  • Yfirstjórn á byggingarstað
  • Skipulagning, áætlunargerð og kostnaðareftirlit fyrir verkefnið
  • Samhæfing og samstarf við ráðgjafa og aðra stjórnendur
  • Eftirfylgni með tíma- og kostnaðaráætlunum og með undirverktökum
  • Samhæfing og upplýsingamiðlun við undirverktaka og birgja
  • Stuðla að þátttöku og samkennd hjá starfsfólki seiðaeldisstöðvarinnar í verkefninu
  • Samskipti við yfirvöld og hönnuði vegna leyfismála

Leitað er að einstaklingi með eftirfarandi hæfni:

  • Menntun og reynslu innan byggingargeirans og framkvæmda
  • Reynslu og þekkingu á RAS kerfum
  • Góða reynslu af verkefnastjórn
  • Skipulagshæfileika, áreiðanleika og áhuga á verkefninu
  • Góða hæfni í ritaðri og munnlegri ensku

Arctic Fish býður spennandi tækifæri og góðar aðstæður. Launakjör eru samkeppnishæf og vilji er til að skipuleggja starfið þannig að það henti viðkomandi. Fyrirspurnum um starfið má beina til Stein Ove Tveiten, CEO, sot@afhish.is eða Daníels Jakobssonar í síma 820 6827.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2021

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknir skulu berast í tölvupósti til Kristínar Hálfdánsdóttir kh@afish.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf.