Hoppa yfir valmynd

Lausar stöður á Leik­skól­anum Arakletti

Leik­skólinn Araklettur auglýsir eftir­far­andi stöður lausar til umsóknar:

Tvær stöður deild­ar­stjóra, tvær stöður leik­skóla­kennara og ein staða við afleys­ingar.

                                                                                                                                  


Skrifað: 2. desember 2019

Starfsauglýsingar

Leikskólinn Araklettur er þriggja deilda leikskóli í Vesturbyggð. Þar starfa um 17 manns með allt að 46 börnum. Gengið er út frá að að börn séu skapandi og kraftmiklir einstaklingar og það sé mikilvægt að skapa þeim áhugahvetjandi umhverfi, þar sem leikurinn fær að njóta sín. Við teljum að börn þroskist best í jákvæðu, öruggu, hlýju og tilfinningaríku umhverfi þar sem borin er virðing fyrir þeim og skoðunum þeirra. Araklettur er lífsmenntarskóli “deilum gildum okkar til að skapa betri heim”.

Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á vefsíðu skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg uppeldismenntun
  • Reynsla af vinnu með börnum
  • Frumkvæði
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Víðsýni, húmor og gleði

Ráðningartími er frá áramótum 2019-2020 eða eftir samkomulagi. Um 100% störf er að ræða.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum.

Upplýsingar gefur Hallveig Ingimarsdóttir, leikskólastjóri

Araklettur leikskólastjóri

Bergdís Þrastardóttir araklettur@vesturbyggd.is / 450 2342