Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Nýtt Ráðhús

Nýtt Ráðhús Vest­ur­byggðar hefur verið opnað að Aðalstræti 75 á Patreks­firði. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er byggt árið 1973 og hýsti áður Lands­banka Íslands. Húsið hefur tekið tals­verðum breyt­ingum til að þjóna nýju hlut­verki sem best og á annarri hæð hússins má finna tvö fund­ar­her­bergi, annars vegar fyrir bæjar­stjórn og hins­vegar fyrir bæjarráð og aðrar nefndir.


Skrifað: 10. september 2018

Auglýsingar, Fréttir

Öll starfsemi sveitarfélagsins hefur verið flutt úr Aðalstræti 63 í nýtt ráðhús. Þar má m.a. nefna;

  • Almenna afgreiðslu
  • Bókhald
  • Byggingarfulltrúa
  • Bæjarstjóra
  • Félagsmálasvið
  • Íþrótta– og tómstundafulltrúa
  • Launavinnslu
  • Manntal og skjalavörslu
  • Skrifstofa slökkviliðsstjóra
  • Útgáfu reikninga og innheimtu

Í október verður efnt til formlegrar opnunar en þangað til eru íbúar sveitarfélagsins velkomnir í nýtt ráðhús.