Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Lýðheilsu­göngur FÍ miðviku­daginn 19. sept­ember

Í dag, 19. sept­ember fara fram tvær göngur;

Smala­ganga með Ásgeiri bónda á Innri–Múla á Barða­strönd

Mæting á Innri–Múla klukkan 16:30. Fólki ekið að Grænhól og þaðan er gengið fyrir Haga­odda og endað á Innri–Múla. Á sama tíma tíma verður féð rekið úr Hagafit­inni.

Sögu­ganga um Patreks­fjarð­arbæ með Úlfari Thoroddsen

Lagt af stað klukkan 18:00 frá kirkju­garði. Um 2 klst. ganga.

 

 


Skrifað: 19. september 2018

Auglýsingar

Lýðheilsu­göngur Ferða­fé­lags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið á miðviku­dögum í sept­em­ber­mánuði. Þetta eru fjöl­skyldu­vænar göngur sem taka flestar 60–90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyf­ingar í góðum félags­skap og efla þar með heilsu sína og lífs­gæði.