Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Malbik­un­ar­stöð í Vest­ur­byggð

Í sumar, nánar tiltekið á tíma­bilinu 15. júní til 15. júlí verður malbik­un­ar­flokkur á vegum Colas Íslands á ferð á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.


Skrifað: 30. mars 2021

Auglýsingar

Vesturbyggð mun nýta sér veru þessara verktaka á svæðinu og til stendur að malbika á Patreksfirði og á Bíldudal. Við hvetjum fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að nýta sér þessa þjónustu á meðan hún er á staðnum til að fá plön og stæði malbikuð.

Áhugasamir geta snúið sér til Hafsteins Elíassonar verkefnastjóra hjá Colas Ísland á netfangi hafsteinn@colas.is eða í síma 565 2030.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300